fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Þess vegna burðaðist forsetinn með tvo stóra poka út úr Kringlunni

Dýrin sem hafa búið á Bessastöðum – Læðan Títa tekur við keflinu á Bessastöðum eftir hundakúnstir frá árdögum lýðveldisins

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 2. ágúst 2017 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. ágúst næstkomandi er eitt ár liðið frá því að Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands, sá sjötti í röðinni. Eins og gera mátti ráð fyrir hefur Guðni komið með nýjar áherslur í starf forsetaembættisins. Hann er í góðu sambandi við landsmenn gegnum Facebook-síðu embættisins og þá hefur alþýðleg framkoma hans unnið hug og hjörtu landans. Það var einmitt slíkt atvik sem er kveikjan að þessari umfjöllun. Blaðamaður DV varð vitni að því þegar forsetinn burðaðist með tvo stóra poka af kattasandi út úr Kringlunni.

Læðan Títa fluttist á Bessastaði á síðasta ári ásamt Guðna Th. og fjölskyldu. Að sögn forsetans er mikill drottningarbragur yfir Títu og því má telja líklegt að núverandi heimili hennar hæfi loks tign hennar.
Hefðarköttur Læðan Títa fluttist á Bessastaði á síðasta ári ásamt Guðna Th. og fjölskyldu. Að sögn forsetans er mikill drottningarbragur yfir Títu og því má telja líklegt að núverandi heimili hennar hæfi loks tign hennar.

Það vita nefnilega fæstir að að hinn nýi forseti og fjölskylda hans innleiddu stórkostlega byltingu á Bessastöðum. Í fyrsta skipti frá því að Bessastaðir urðu aðsetur forseta Íslands ræður köttur þar nú ríkjum eftir nær samfelldar hundakúnstir frá upphafi lýðveldisins.

Fyrir rúmum ellefu árum heimsóttu Guðni og Rut, dóttir hans, Kattholt. Stúlkan féll þar fyrir lítill snjóhvítri læðu sem hlaut nafnið Afrótíta, með t-i. Nafnið var þó fljótlega stytt í Títa. Í samtali við Fréttablaðið í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra sagði Guðni: „Títa ræður öllu á heimilinu og leyfir okkur að gista í húsinu. Það er mikill drottningarbragur yfir henni og hún vill fá þá virðingu sem henni finnst hún eiga skilið.“

Í því ljósi verður að teljast líklegt að hin aldna læða sé hæstánægð með hinn nýja íverustað á Bessastöðum sem loks hæfir konunglegri tign hennar. Títa hefur risið úr örbirgð upp í hæsta þrep íslenska gæludýrasamfélags og sendir sjálfan forsetann í kaupstaðarferð til þess að hún geti örugglega gengið örna sinna.

Sveinn Björnsson

Fyrsti forseti Íslands tók við embættinu þann 17. júní 1944 og gegndi því til dauðadags þann 25.janúar 1952.
Sveinn Björnsson Fyrsti forseti Íslands tók við embættinu þann 17. júní 1944 og gegndi því til dauðadags þann 25.janúar 1952.

Sveinn fékk hið vandasama hlutverk að móta embætti forseta frá grunni. Hann hélt ekki eiginlegt gæludýr á Bessastöðum í valdatíð sinni en kom þó upp myndarlegu kúabúi við Bessastaði.

Ásgeir Ásgeirsson

Ásgeir tók við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst 1952 og sat fjögur kjörtímabil í embætti.
Ásgeir Ásgeirsson Ásgeir tók við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst 1952 og sat fjögur kjörtímabil í embætti.

Ásgeir og eiginkona hans, Dóra Þórhallsdóttir, fengu sér hund á Bessastaði og hlaut hann nafnið Kátur. DV hefur engar upplýsingar um hverrar tegundar Kátur var en líkur eru leiddar að því að hann hafi verið íslenskur alþýðuhundur af blendingskyni.

Kristján Eldjárn

Kristján tók við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst 1968 og gegndi embættinu í þrjú kjörtímabil.
Kristján Eldjárn Kristján tók við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst 1968 og gegndi embættinu í þrjú kjörtímabil.

Á fyrsta kjörtímabili Kristjáns fékk hann hreinræktaðan íslenskan fjárhund að gjöf frá Ívari Eskelund, forstjóra Norræna hússins. Hundinn keypti Ívar af Sigríði Pétursdóttur á Ólafsvöllum sem oft hefur verið nefnd verndari íslenska fjárhundsins. Tegundin var í útrýmingarhættu þegar Sigríður hóf ræktunarstarf sitt með örfáa hunda. Starf hennar varð til þess að íslenska fjárhundinum var bjargað frá útrýmingarhættu og veitti Ólafur Ragnar Grímsson henni riddarakross fyrir störf sín árið 2008. Hundurinn sem Kristján fékk að gjöf hlaut nafnið Sámur og var hann í sérstöku uppáhaldi hjá Ingólfi Eldjárn, yngsta syni forsetahjónanna.

Vigdís Finnbogadóttir

Vigdís var kosin forseti Íslands þann sumarið 1980 og tók við embættinu þann 1. ágúst. Hún gegndi embættinu í fjögur kjörtímabil.
Vigdís Finnbogadóttir Vigdís var kosin forseti Íslands þann sumarið 1980 og tók við embættinu þann 1. ágúst. Hún gegndi embættinu í fjögur kjörtímabil.

Vigdís var kosin forseti Íslands sumarið 1980 og tók við embættinu þann 1. ágúst. Hún gegndi embættinu í fjögur kjörtímabil. Þannig vildi til að áðurnefndur Sámur varð eftir á Bessastöðum þegar Kristján Eldjárn og fjölskylda hans fluttu þaðan. Sámur varð því fyrsti formlegi starfsmaður forsetaembættisins af dýrakyni. Slíkt þekkist víða erlendis og má sem dæmi nefna köttinn Larry sem fluttist inn í Downingstræti 10 árið 2011 þegar David Cameron var forsætisráðherra. Hann þjónar nú Theresu May og hefur starfstitilinn „Yfirmaður músaveiðiráðuneytisins“. Bessastaða-Sámur hlaut hinsvegar ekkert formlegt starfsheiti og hann geispaði golunni á fyrsta kjörtímabili Vigdísar.

Ólafur Ragnar Grímsson

Ólafur Ragnar tók við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst 1996 og sat fimm kjörtímabil á valdastóli.
Ólafur Ragnar Grímsson Ólafur Ragnar tók við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst 1996 og sat fimm kjörtímabil á valdastóli.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ólafur Ragnar og seinni eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, héldu hund á Bessastöðum og leituðu ekki langt yfir yfir skammt þegar kom að nafnagiftinni. Hundurinn var nefndur Sámur eins og forveri hans á Bessastöðum. Af og til var minnst á Sám í fjölmiðlum í valdatíð Ólafs en hápunkturinn var líklega þegar umræður um lögheimili Dorritar og skattgreiðslur báru hæst. Þá var forsetafrúin spurð að því hvort hún hygðist flytja af landi brott en þá sagðist hún ekki geta yfirgefið Sám: „Ég sakna Sáms meira en Ólafs,“ sagði Dorrit kankvís við það tilefni.

Sámur er afar hændur að Dorrit sem sagði í gríni að hún myndi sakna hundsins meira en eiginmannsins ef hún flytti af landi brott.
Dorrit og Sámur Sámur er afar hændur að Dorrit sem sagði í gríni að hún myndi sakna hundsins meira en eiginmannsins ef hún flytti af landi brott.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“