fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025

Ekki þurrt auga í salnum – Demi Lovato brotnaði niður á sviðinu – Rúmt ár liðið síðan hún var nær dauða en lífi

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 27. janúar 2020 11:30

Demi Lovato hreyfði virkilega við áhorfendum í salnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Demi Lovato sneri formlega aftur í sviðsljósið á Grammy-verðlaunahátíðinni sem haldin var í nótt vestan hafs. Söngkonan gat vart haldið aftur tárunum er hún flutti lagið Anyone á hátíðinni, en hún þurfti að biðja píanóleikarann að byrja lagið aftur þegar hún gat ekki haldið áfram. Í seinni tilraun Demi til að flytja lagið steinlá það hins vegar. Stjörnurnar vestan hafs stóðu upp og klöppuðu fyrir Demi og var varla þurrt auga í salnum.

https://www.youtube.com/watch?v=Glo6mbDWLd4

Þetta er í fyrsta sinn sem Demi treður upp opinberlega síðan hún var flutt á sjúkrahús í júlí árið 2018 eftir ofskömmtun á oxycódón og fentanýl. Hún var endurlífguð á sjúkrahúsinu og fór í meðferð þegar hún var útskrifuð.

Ákall á hjálp

Demi kaus að flytja lagið Anyone á Grammy-verðlaunahátíðinni og ekki að ástæðulausu, en hún hefur sjálf sagt að lagið endurspegli þankagang hennar dagana fyrir ofskömmtunina.

„Þetta lag var skrifað og tekið upp mjög stuttu áður en…allt gerðist. Þannig að ég tók upp sönginn fjórum dögum áður en þetta gerðist,“ sagði hún í viðtali við Beats 1 um lagið og vísaði í að lagið hefði verið tekið upp stuttu áður en hún lenti á sjúkrahúsi vegna ofskömmtunar. Demi lítur á lagið sem kall á hjálp.

„Textarnir hafa allt aðra merkingu núna,“ sagði hún í sama viðtali. „Ég hlusta á það og túlka textann sem ákall á hjálp. Og ég hlusta á lagið og hugsa: Af hverju hlustaði enginn á þetta lag og hugsaði, Hjálpum þessari stelpu. Og ég held að ég hafi tekið lagið upp í því hugarástandi að mér fannst ekkert vera að en það var klárlega eitthvað að. Þegar ég hlusta á lagið hugsa ég: Vá, ég vildi að ég gæti farið aftur í tímann og hjálpað þessari útgáfu af sjálfri mér.“

Raunveruleg merking textans varð ekki skýr fyrir Demi fyrr en eftir að hún tók of stóran skammt.

Virkilega tilfinningaþrungin frammistaða.

„Ég held að ég hafi verið í afneitun en partur af mér vissi klárlega um hvað ég var að syngja. Ég var að syngja þetta lag og ég fattaði ekki einu sinni að textinn var svona þungur og tilfinningaþrunginn.“

Demi var búin að vera edrú í sex ár áður en hún féll með þeim afleiðingum að hún lét nærri lífið. Demi hefur ávallt verið opin um baráttu sína við fíkn, en hún prófaði kókaín í fyrsta sinn þegar hún var sautján ára og „elskaði það.“ Þá hefur hún einnig glímt við átröskun, sjálfsskaða og er greind með geðhvarfasýki.

Stjörnurnar senda stuðning

Það má með sanni segja að frammistaða Demi á Grammy-verðlaunahátíðinni hafi vakið mikla lukku og hafa viðbrögðin á Twitter ekki látið á sér standa.

Söngkonan Pink tísti til að mynda að Demi hefði gefið heiminum gjöf með frammistöðu sinni:

Söngkonan Jo Jo var einnig hrifin:

Raunveruleikastjarnan Kim Zolciak var meðal þeirra sem hrósuðu Demi:

Vinkona Demi, söngkonan Selena Gomez, sendi vinkonu sinni hvatningarorð í sögu sinni á Instagram:

Demi sjálf þakkaði fyrir stuðninginn með færslu á Instagram:

https://www.instagram.com/p/B7zxHq_BVPV/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hótel Íslands vel skreytt á meðan dvölinni stendur

Hótel Íslands vel skreytt á meðan dvölinni stendur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.