fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Frönsk goðsögn kveður

Jeanne Moreau er látin

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 7. ágúst 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska leikkonan Jeanne Moreau lést nýlega 89 ára gömul. Hún varð goðsögn í lifanda lífi. Meðal þeirra fyrstu til að minnast hennar var Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, sem fór um hana fögrum orðum og sagði hana hafa verið uppreisnargjarna konu sem hefði haft yndi af frelsinu.

Þekktust er Moreau fyrir hlutverk sitt í mynd Francois Truffaut, Jules et Jim, frá árinu 1962. Þar lék hún konu sem tveir vinir heilluðust af. Þekktir leikstjórar sóttust mjög eftir að fá hana til liðsinnis og auk Truffaut má nefna Michelangelo Antonionis, Luis Bunuel, Louis Malle, Elia Kazan, Rainer Werner Fassbinder og Orson Welles. Sá síðastnefndi sagði hana eitt sinn vera mestu leikkonu heims. Moreau átti alla tíð í sterku vináttusambandi við listamenn og sérstaklega rithöfunda og má þá nefna Jean Cocteau, Jean Genet, Henry Miller and Marguerite Duras.

Moreau lék í rúmlega hundrað myndum og söng inn á plötur og kom eitt sinn fram með Frank Sinatra í Carnegie Hall. Hún starfaði einnig sem handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi. Á áratuga ferli sankaði hún að sér viðurkenningum og verðlaunum.

Einkalíf hennar var litskrúðugt og hún átti fjölda elskhuga. Hún sagði eitt sinn að hún vildi byggja hús og fylla það með uppáhalds karlmönnunum sínum. Hún giftist tvisvar og átti son með fyrri manni sínum, Jean-Louis Richard. Árið 2012 sagði hún í viðtali: „Ég eignaðist barn. Ég vildi ekki eignast það. Ég veit að það hneykslar margar konur en ég er ekki móðurleg í mér.“ Seinni eiginmaður hennar var William Friedkin, leikstjóri The French Connection og The Exorcist, en hjónaband þeirra stóð stutt. Hún átti í fimm ára ástarsambandi við hönnuðinn Pierre Cardin. Þau gengu ekki í hjónaband þrátt fyrir að þau segðu samband sitt vera hina sönnu ást. Leikstjórinn Tony Richardson yfirgaf eiginkonu sína, Vanessu Redgrave, vegna Moreau, en þau giftust ekki. Seinna sagði Vanessa Redgrave af miklu örlæti: „Sá karlmaður sem elskar ekki Jeanne Moreau hlýtur að vera bæði blindur og heyrnarlaus.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því