fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Stjórnmálaafl verkalýðshreyfingarinnar mælist stærsti flokkurinn á Alþingi -„Þetta hljóta að vera stórfréttir“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. janúar 2020 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálaafl verkalýðshreyfingarinnar fengi 23% atkvæða ef slíkt afl byði fram til næstu Alþingiskosninga. Þetta er niðurstaða könnunar MMR sem gerð var fyrir VR.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greinir frá þessu í dag:

„Stjórn VR lét því gera viðhorfskönnun almennings á því hvort óstofnað stjórnmálaafl verkalýðshreyfingarinnar nyti brautargengis í næsti Alþingiskosningum. Niðurstaðan var athyglisverð og ánægjuleg því 23% svarenda höfðu hug á að kjósa slíkan flokk verði hann stofnaður. Það þýðir að um væri að ræða stærsta stjórnmálaflokkinn miðað við síðustu kannanir og mögulega ráðandi afl eftir næstu kosningar.“

Áfellisdómur flokkakerfisins

Ragnar Þór segir þetta áfellisdóm yfir flokkakerfinu:

„Þetta hljóta að vera stórfréttir en að sama skapi áfellisdómur yfir núverandi flokkakerfi því samkvæmt könnun MMR væri óstofnað framboð að taka fylgi af öllum flokkum. Stjórn VR samþykkti á síðasta stjórnarfundi að fela formanni félagsins að kynna ítarlegar niðurstöður fyrir miðstjórn ASÍ.“

Á hárréttri leið

Ragnar kynnti þessa hugmynd sína fyrr í vetur og fékk nokkra gagnrýni fyrir:

„Vakti sú hugmynd töluverða athygli. Svo mikla að varðhundar núverandi kerfis reyndu að halda því fram að það stangaðist á við lög að hreyfingin hefði skoðanir á því eða vildi hafa bein áhrif á hvernig landinu okkar er stjórnað. Þó byggðist hugmyndin eingöngu á því að hreyfingin bjóði fram með stuttan verkefnalista sem kjósendur gætu valið um.

Verkefnalista sem væri ekki útþynntur með bittlingum á háborði stjórnarráðsins heldur væri framboðið nauðvörn gegn þeirri stöðu sem uppi er í íslenskum stjórnmálum. Framboðið væri tilraun í eitt kjörtímabil. Sterk viðbrögð sérhagsmunaafla er mælikvarði á það hvort við erum á réttri leið eða ekki. Mín tilfinning var sú að með þessari hugmynd vorum við á hárréttri leið.“

Sjá einnig: Verkalýðshreyfingin útilokar ekki stofnun stjórnmálaflokks:„Veltur svolítið á hvernig kjarasamningar fara“

Sjá einnig: Ragnar Þór:„Ég hef engan áhuga á þessum vinnustað“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“