Sean Dyche hefur keypt 33 leikmenn til Burnley á sjö árum, hann hefur unnið kraftaverk fyrir klúbbinn. Burnley er á sínu fjórða tímabili í ensku úrvalsdeildinni, mikið afrek fyrir lítinn klúbb sem hefur farið vel með fjármuni sína.
Dyche er ekki þekktur fyrir að kaupa dýra leikmenn, árið 2016 tók Dyche upp veskið og borgaði 2,5 milljónir punda fyrir Jóhann Berg Guðmundsson frá Charlton.
Burnley Express skoðar öll kaup Dyche og raðar þeim niður, Jóhann er í 13 sæti yfir bestu kaup Dyche til Burnley. Jóhann er á sínu fjórða tímabili á Turf Morr, en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning hans.
Jóhann meiddist lítilega síðustu helgi í enska bikarnum en ætti að vera leikfær innan tveggja vikna.
13. sæti
Íslenski landsliðsmaðurinn hefur upplifað góða og slæma tíma, þegar hann er heill heilsu þá getur hann unnið leiki fyrir Burnley. Hefur aðeins byrjað 23 leiki á einu og hálfu tímabili.