Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, hefur tjáð sig um það af hverju spænski Ofurbikarinn fer fram í Sádí Arabíu á þessu ár.
Real Madrid vann Valencia 1-0 í undanúrslitum bikarsins í gær og í kvöld eigast við Atletico Madrid og Barcelona.
Valverde viðurkennir það fúslega að staðsetning leiksins snúist um peninga og ekkert annað.
,,Þetta snýst um viðskipti fótboltans, þetta eru viðskipti í dag og það er horft á innkomuna,“ sagði Valverde.
,,Það er ástæðan fyrir því að við erum hér. Þetta er allt annað en við erum vanir. Þetta var alltaf í byrjun tímabils, fyrsti titillinn og það var fínt.“
,,Þetta er búið ða breytast og við getum dæmt það þegar þetta klárast .Þetta eru fjögur góð lið en frá íþróttalegri hlið þá er ég ekki viss.“