fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fókus

Mæður sletta úr klaufunum

Fun Mom Dinner sýnd í Sambíóunum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. ágúst 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mömmur þurfa af og til frí frá móðurhlutverkinu, skella sér út með vinkonunum og sleppa fram af sér beislinu. Það er bara staðreynd að engin þerapía er jafngóð og góð kvöldstund með bestu vinkonunum sínum. Fjölmargar miðgóðar myndir hafa verið gerðar um akkúrat slíkar kvöldstundir og þann 2. ágúst verður sú nýjasta frumsýnd í Sambíóunum: Fun Mom Dinner. Myndin er sannkölluð konumynd, með konur í aðalhlutverkum, leikstjórn og handritsgerð.

Myndin fjallar um fjórar mæður sem eiga börn á sama leikskóla, en þekkjast lítið að öðru leyti, sem ákveða að fara út að borða saman. Það sem átti að vera fínt kvöld út að borða, vindur hinsvegar aðeins upp á sig með kostulegum afleiðingum.

Að öðrum ólostuðum þá skartar myndin hinni frábæru áströlsku Toni Collette í einu aðalhlutverkanna. Hún varð fyrst þekkt fyrir hlutverk hennar sem hin óframfærna Muriel í Muriel´s Wedding, sem kom út 1994. Síðan þá hefur hún leikið mörg hlutverk, sem hafa vakið mismikla athygli, sem dæmi má nefna myndirnar The Sixth Sense (1999) og Little Miss Sunshine (2006), sem báðar voru vinsælar meðal gagnrýnenda og áhorfenda.
Toni Collette Að öðrum ólostuðum þá skartar myndin hinni frábæru áströlsku Toni Collette í einu aðalhlutverkanna. Hún varð fyrst þekkt fyrir hlutverk hennar sem hin óframfærna Muriel í Muriel´s Wedding, sem kom út 1994. Síðan þá hefur hún leikið mörg hlutverk, sem hafa vakið mismikla athygli, sem dæmi má nefna myndirnar The Sixth Sense (1999) og Little Miss Sunshine (2006), sem báðar voru vinsælar meðal gagnrýnenda og áhorfenda.

Hinar mæðurnar leika Molly Shannon, gleðisprengjan sem þekkt er úr Saturday Night Live þáttunum og hinar minna þekktu hér heima, Katie Aselton og Bridget Everett. Julie Rudd skrifar handrit og eiginmaður hennar, leikarinn Paul Rudd, leikur „cameo“ hlutverk og er hans ekki getið á plakati myndarinnar.

Myndin skartar líka einni poppstjörnu í leikarahópnum, en söngvari Maroon 5, Adam Levine, leikur eitt aðalhlutverkanna. Hann er ekki alveg óvanur leiklistinni, því hann lék til að mynda í fyrstu seríu American Horror sjónvarpsþáttanna.

Það er tilvalið fyrir vinkonur, frænkur, systur og mæðgur að bóka gott kvöld saman, fara út að bregða og sjá síðan Fun Mom Dinner í Sambíóunum.

Hinar mæðurnar leika Molly Shannon, gleðisprengjan sem þekkt er úr Saturday Night Live þáttunum og hinar minna þekktu hér heima, Katie Aselton og Bridget Everett. Julie Rudd skrifar handrit og eiginmaður hennar, leikarinn Paul Rudd, leikur „cameo“ hlutverk og er hans ekki getið á plakati myndarinnar.
Hinar mæðurnar leika Molly Shannon, gleðisprengjan sem þekkt er úr Saturday Night Live þáttunum og hinar minna þekktu hér heima, Katie Aselton og Bridget Everett. Julie Rudd skrifar handrit og eiginmaður hennar, leikarinn Paul Rudd, leikur „cameo“ hlutverk og er hans ekki getið á plakati myndarinnar.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=3AkVZJoBXg4?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku
Fókus
Í gær

Rick Davies söngvari Supertramp er látinn

Rick Davies söngvari Supertramp er látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Umdeilda samfélagsmiðlastjarnan óþekkjanleg – Búinn að missa yfir 110 kíló og lét fjarlægja aukahúðina

Umdeilda samfélagsmiðlastjarnan óþekkjanleg – Búinn að missa yfir 110 kíló og lét fjarlægja aukahúðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Systur keppa í Ungfrú Ísland Teen – „Við horfum á þetta sem frábært tækifæri fyrir okkur báðar“

Systur keppa í Ungfrú Ísland Teen – „Við horfum á þetta sem frábært tækifæri fyrir okkur báðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lífið kastaði Steffý og Ronna í djúpu laugina – „Við vorum bara búin að vera saman í níu mánuði“

Lífið kastaði Steffý og Ronna í djúpu laugina – „Við vorum bara búin að vera saman í níu mánuði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðalag úr sársauka í styrk – „Það er hægt að finna gleði í lífinu þrátt fyrir erfiðleika“

Ferðalag úr sársauka í styrk – „Það er hægt að finna gleði í lífinu þrátt fyrir erfiðleika“