fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
FókusKynning

Jóga er fyrir alla

Kynning

Yogasmiðjan – Yoga- og heilsustöð í Grafarvogi, Spönginni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. ágúst 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jóga er fyrir alla, unga, gamla, stirða, liðuga, fólk í yfirvigt … það eru engin takmörk. Við hvetjum þig til að prófa jóga.“ Þetta segir þær Andrea Margeirsdóttir og Hildur Gylfadóttir hjá Yogasmiðjunni. Og lesendur ættu að hugleiða vandlega eftirfarandi spurningar því ef þær eiga við þig hefur þú sannarlega þörf fyrir að komast í jógatíma:

Viltu öðlast sálarró?
Viltu minnka streitu í þínu lífi?
Viltu styrkja líkama þinn?
Ertu stirð/stirður?
Ertu með gigt, bakverki?
Ertu í góðu líkamlegu formi?
Ertu í afleitu líkamlegu formi?
Þá er jóga fyrir þig !

Yogasmiðjan var stofnuð í janúar 2014 af Andreu Margeirsdóttir. Þær sem reka Yogasmiðjuna eru Andrea Margeirsdóttir, Hildur Gylfadóttir, Hrönn Baldursdóttir, Jóhanna Björk Weisshappel og Regína Kristjánsdóttir. Þær kenna allar í Yogasmiðjunni en auk þess starfa þar fjölmargir aðrir hæfir kennarar.

Yogasmiðjan er notaleg og persónuleg jógastöð, hún var áður staðsett í Kópavogi en var opnuð á nýjum stað og í enn betra húsnæði í ágúst 2016, í Spönginni 37, Grafarvogi.

Í Yogasmiðjunni er boðið upp á opna tíma og lokuð námskeið, sem hafa það að markmiði að auka líkamlega og andlega vellíðan. Þarna er afar notalegt andrúmsloft og unnið í litlum hópum þannig að hver einstaklingur fær persónulegri þjónustu. Boðið er upp á fjölbreytt jóganámskeið og opna tíma þannig að sem flestir finni eitthvað við Öll námskeiðin rúlla áfram alla önnina og alltaf er hægt að skrá sig. Einnig er hægt að kaupa sér kort í opna tíma Yogasmiðjunnar. Allar upplýsingar um verð og stundaskrá má nálgast á heimasíðu Yogasmiðjunnar: yogasmidjan.is og á Facebook: yogasmiðjan.

Í Yogasmiðjunni eru reynslumiklir meðferðaraðilar með aðstöðu, í boði er t.d. nudd, nálarstungur, meðgöngunudd, Auyrveda-slökunarnudd, heilun, reikiheilun, svæðanudd, höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun og tímar í miðlun. Frekari upplýsingar um meðferðaraðila má sjá á heimasíðunni yogasmidjan.is.

Í boði eru fjölbreyttir viðburðir í Yogasmiðjunni og er salurinn leigður út fyrir hina ýmsu viðburði.
Jóga er fyrir alla. Margar tegundir af jóga eru til og því geta flestir fundið tíma sem henta sér. Allar tegundirnar eru sprottnar út frá hefðbundnu jóga, svokölluðu Hatha Yoga og eru því tímarnir byggðir upp frá sama grunni.

Meirihluti viðskiptavina Yogasmiðjunnar eru konur en Yogasmiðjan er fyrir bæði konur og karla og þær Andrea og Hildur hvetja karlana til að láta sjá sig. „Við stefnum að því að bjóða upp á jógatíma sem eru eingöngu fyrir karla,“ segja þær jafnframt.

Yogasmiðjan býður upp á Grunnyoga, Kundalini Yoga, Hatha Yoga í núvitund, slökunarjóga, kraftjóga, heilandi Gong-slökun, Yoga Nidra djúpslökun og Rope Action.

Yogasmiðjan
Facebook

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum