fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

MMR: Miðflokkurinn tapar fylgi – Sósíalistar bæta við sig

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. desember 2019 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 20,0%, tæplega tveimur prósentustigum hærra en við mælingu MMR í nóvember.

Mældist Samfylkingin með 14,4% fylgi, rúmu prósentustigi hærra en við síðustu mælingu en Miðflokkurinn mældist með 14,3% fylgi, tveimur og hálfu prósentustigi minna en við síðustu mælingu.

Þá jókst fylgi Sósíalistaflokks Íslands um rúm 2 prósentustig og mældist nú 5,2% en fylgi Flokks fólksins minnkaði um rúmlega tvö prósentustig og mældist nú 4,0%.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 39,0%, samanborið við 41,5% í síðustu könnun.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 20,0% og mældist 18,1% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 14,4% og mældist 13,2% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 14,3% og mældist 16,8% í síðustu könnnun.
Fylgi Pírata mældist nú 11,8% og mældist 10,8% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,5% og mældist 9,7% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,3% og mældist 10,6% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,3% og mældist 9,4% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,2% og mældist 3,0% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,0% og mældist 6,3% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 1,1% samanlagt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar