fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Þórir hjólar í fréttastofu RÚV: „Óskilgreint og innantómt öryggishlutverk“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. desember 2019 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Öryggishlutverk Ríkisútvarpsins er gjarnan ofarlega á blaði þegar talið berst að markmiðum hins opinbera með rekstri fjölmiðils í almannaeigu. En hvert er öryggishlutverkið? Stutt skoðun sýnir ekki að það sé verulegt, umfram þá þjónustu sem Stöð 2, Vísir og Bylgjan hafa veitt um áratugaskeið,“

segir Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, í grein á Vísi í dag í tilefni af umræðunni í kjölfar óveðursins í síðustu viku.

Samkvæmt samningi ríkisins við RÚV skal RÚV tryggja nauðsynlega öryggisþjónustu með upplýsingamiðlun og öryggisstefnu.

Þórir segir Bylgjuna gegna sérstöku hlutverki þegar mikið liggi við, sem vinsælasta útvarpsstöð landsins en henni sé einnig dreift til fleiri landsmanna en nokkur önnur stöð.

„Með öðrum orðum, þá er lítill raunverulegur munur á upplýsingamiðlun stóru fjölmiðlanna af neyð eða vá og fátt sem bendir til að fréttastofa RÚV hafi þar veigameira hlutverk en aðrar stærri fréttastofur hér á landi.“

Óskilgreint og innantómt hlutverk

Þórir segir að huga verði að því hverju eigi að ná fram nú þegar nýr þjónustusamningur ríkisins við RÚV sé í bígerð og skilgreina þurfi hvaða markmiðum eigi að ná fram varðandi öryggi í fréttaflutningi á neyðartímum:

„Mikið skortir á að það sé gert í núverandi þjónustusamningi. Fyrst og síðast hlýtur hið opinbera að vilja koma upplýsingum á framfæri, annars vegar við fólk sem er statt á neyðarsvæði eða/og við allan almenning sem þarf að fá upplýsingar um neyðina. Ef þetta eru markmiðin þá eru skilvirkari leiðir að þeim en að halda úti stórri, ríkisrekinni fréttastofu. Eða, svo það sé orðað með öðrum hætti, þá kunna að vera ástæður til að halda uppi stórri, ríkisrekinni fréttastofu en óskilgreint og innantómt öryggishlutverk ætti ekki að vera ein þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi