fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Barn slasaðist í nýjum trampolíngarði og foreldrar æfir á Facebook: „Þetta er bara væl“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 28. ágúst 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engum var hleypt inn í Skypark – Trampolíngarður Íslands um tíma á laugardaginn til að tryggja öryggi barna. Um 14:30 mættu bæði lögregluþjónar og sjúkraflutningamenn á svæðið en þá hafði ungur drengur snúið sig á ökkla í garðinum. Örn Ægisson segir þetta venjulegt á íþróttasvæðum. „Það var tekin skýrsla og þetta var ekkert vandamál. Ég hef ekkert heyrt um þetta meir“.

Trampolíngarðurinn opnaði í Urðarhvarfi í Kópavogi þann 20. ágúst síðastliðinn. Gestir hafa fjölmennt í garðinn fyrstu dagana og eigandi garðsins, Örn Ægisson, segir að opnunin hafi gengið mjög vel. Á laugardaginn, 26. ágúst, var mikil örtröð í garðinum. Garðurinn var opinn á sunnudag en var lokað í dag vegna framkvæmda.

Kvartað yfir regluleysi og dónalegu starfsfólki

Kvörtunum frá foreldrum hefur rignt inn á Facebook síðu Skypark undanfarna daga. Það er kvartað yfir háu verði og löngum biðröðum. Hægt var að kaupa klukkutíma aðgang að garðinum fyrir 1000 krónur og skipti aldur barnsins þá engu. Eitt foreldri segir: „Það kostar það sama fyrir 0-3 ára og 8 ára og eldri en það er ekki afmarkað svæði fyrir yngstu börnin sem eru í stöðugri hættu á að rekast á eða verða undir eldri og virkari krökkum, stórhættulegt að mínu mati.“ Annað segir að börnin bíði í röð nánast allan tímann sem keyptur er. Þá er kvartað undan algjöru regluleysi inn á svæðinu.

Einnig er kvartað yfir skorti á veitingaaðstöðu, sem hafi þó verið búið að auglýsa að yrði til staðar. Börnin verða vitaskuld þyrst á að hoppa lengi og ein móðir sagðist hafa þurft að sækja vatn í vask salernisins handa barni sínu. Hún bað um plastglas en var tjáð að það væri ekki ókeypis.

Töluvert hefur verið kvartað undan framkomu starfsfólks og eigenda staðarins, sem séu dónaleg og sinnulaus. Fólki sé svarað á snubbóttan hátt og fyrirspurnum í tölvupósti sé ekki svarað. Ein móðir segir: „Viđmòt starfsmanna var til hàborinnar skammar þegar mađur kom ađ læstum dyrum ì dag kl14:00. Hvergi var tekiđ fram ađ bùiđ væri ađ loka. Hòpur af fòlki stòđ ùti međ fullt af börnum ì grenjandi rigningu og bankađi til ađ fa ađ vita hvađ væri ì gangi. Mætir þà starfsmađur sem öskrar à hòpinn. Mjög lèlegt“.

„Einhverjar mömmur sem urðu reiðar“

Aðspurður um regluleysi og það hvort ekki sé eðlilegt að hafa eldri og yngri börnin á aðskildum svæðum segir Örn: „Það er ekkert svoleiðis í öllum heiminum. Börnin leika sér saman.“ Hann segir kvartanirnar jafnframt hafa komið frá afmörkuðum hópi: „Þetta eru bara einhverjar mömmur sem urðu reiðar yfir þessu í gær.“

Hann segir regluverk ESB um þessa starfsemi mjög strangt og að starfsfólki fylgi þeim reglum í einu og öllu. „Stóru krakkarnir eru stundum að reka litlu krakkana í burtu. Starfsfólkið eru verðir. Það hafa sumir krakkar lamið aðra krakka og við höfum þurft að vísa þeim út úr húsinu.“

Örn telur kvartanir vegna viðmóts starfsfólks tengjast þessu beint. „Það er af því að við þurfum að fara eftir reglum. Börnin mega ekki gera allt sem þau vilja.“ Um móðurina sem þurfti að leita á salernið eftir vatni segir hann: „Þetta er bara væl. Þetta var ein manneskja. Ég er búinn að tala við tugi fólks sem er himinlifandi yfir þessu.“ Enn fremur „Það er búið að vera troðfullt og við erum að læra inn á þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni