fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Hvað þýðir rauð viðvörun? Sjáðu myndina

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2019 10:35

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Appelsínugul viðvörun er í gildi í öllum landshlutum að Ströndum og Norðurlandi vestra undanskildum en þar tekur rauð viðvörun gildi síðdegis. Spáð er vitlausu veðri um allt land og eflaust tilefni til að varpa ljósi á viðvörunarkerfi Veðurstofunnar.

Í grein á vef Veðurstofunnar segir að kerfið byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðvarana um náttúruvá.

„Útgefin skeyti eru á stöðluðu formi sem samræmir alla miðlun viðvarana yfir mismundandi samskiptaleiðir og miðla. Hvert CAP skeyti inniheldur upplýsingar um þá náttúruvá sem varað er við, landshlutann sem viðvörunin nær til, gildistíma og mat á því hversu mikil áhrif umrædd vá getur haft á samfélagið.“

Eins og flestir hafa tekið eftir eru viðvaranir í litum; gulum, appelsínugulum og rauðum í samræmi við hættustig veðurs.

„Rauðar viðvaranir eru hæsta stig og boða mikil samfélagsleg áhrif af veðri; gular viðvaranir eru lægsta stig þar sem samfélagsleg áhrif eru takmörkuð þó líkur á veðrinu séu miklar, eða minni líkur á áhrifum mikils veðurs lengra fram í tíman.“

Þá segir að viðvörunarlitur ákvarðist af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir. Samfélagsleg áhrif geta verið mismunandi s.s. truflanir á samgöngum, eignatjón, skemmdir á mannvirkjum og líkur á slysum, jafnvel mannskaða. Viðbragðsaðilar eru með í ráðum um útgáfu viðvarana á efri stigum, s.s. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Vegagerðin. Veðurfræðingar gefa frekari lýsingu á atburðinum í texta sem fylgir viðvöruninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“