fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Kókaínframleiðslan í Kólumbíu hefur aukist mikið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 08:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sameinuðu þjóðirnar áætla að kókaínframleiðslan í Kólumbíu á síðasta ári hafi verið þriðjungi meiri en 2015. Kókaplöntur voru ræktaðar á 146.000 hekturum lands en 2015 var ræktun á 96.000 hekturum lands.

Blöðin af kókaplöntum eru notuð til að framleiða kókaín. Á undanförnum árum hafa stjórnvöld í Kólumbíu barist harkalega gegn kókaínframleiðslu til að reyna að hrista það slæma orðspor, sem fer af landinu sem kókaínhöfuðborg heimsins, af því. Bandaríkin hafa stutt við bakið á kólumbískum stjórnvöldum í þessari baráttu. En nú er framleiðslan komin á sama stig og hún var áður en þessi barátta hófst.

Í byrjun árs kynntu kólumbísk stjórnvöld metnaðarfulla áætlun sína um að ryðja 100.000 hektara lands, sem eru notaðir við kókaínrækt, fyrir árslok. Helmingur landsins verður tekinn með valdi en semja á við bændur um hinn helminginn og þeim boðið að rækta eitthvað annað og fá þá fjárstuðning til þess.

The Guardian segir að 86.000 fjölskyldur, sem eiga 76.000 hektara lands sem eru notaðir til kókaínræktunar, hafi nú þegar skrifað undir samning um að hætta ræktun á kókaplöntum gegn því að hver bóndi fái 11. 000 dollara, sem svara til um 1,2 milljóna íslenskra króna, á næstu tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna