fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Eyjan

Hefur mikla trú á fyrirhuguðum breytingum í lögreglumálum: „Ég sé tækifæri í þessu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 3. desember 2019 14:04

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra - Mynd Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti um breytingar í lögreglumálum á Íslandi, tímabundna skipan Kjartans Þorkelssonar, lögreglustjóra á Suðurlandi í embætti ríkislögreglustjóra og stofnun lögregluráðs, á blaðamannafundi klukkan 13:00 í dag.

Í samtali við DV segist Áslaug hafa trú á því að ný skipan muni lægja þá storma og deilur sem hafa ríkt innan málaflokksins undanfarið.

„Já, ég hef mikla trú á því og lögreglustjórar eru mér sammála ásamt lögreglumönnum, um að þetta sé góð leið til þess. Ég held að nýtt lögregluráð geti skapað ákveðna samstöðu um stórar breytingar og stór mál sem koma inn á borð til lögreglunnar og ákvarðanir og ég sé tækifæri í þessu.“

Kjartan Þorkelsson mun taka við af Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra sem stígur til hliðar um áramótin. Aðspurð sagði Áslaug það ekki svo að Kjartan hafi verið skipaður sem einhvers konar sáttaboð við lögreglustjóra á landinu, sem flestir höfðu lýst yfir vantrausti á Harald í september.

„Nei, ég þarf bara að setja einhvern tímabundið á meðan við vinnum úr því að skipa nýjan ríkislögreglustjóra og það tekur tíma það umsóknarferli. Kjartan hefur lýst því yfir við mig að hann ætli ekki að sækja um starfið og því taldi ég hann góðan kost, enda reynslumikill og vel liðinn maður.“

Áslaug vonast til þess að með nýju Lögregluráði verði kominn betri vettvangur til að takast á við ágreiningsmál líkt og bíla- og fatamál, sem mikil óánægja hefur ríkt með innan lögregluembætta undanfarin misseri.

„Ég held að svona mál eins og fatamál og bílamál og fleira geti þá komið inn á borð til Lögregluráðs og þar séum við þá með formlegri vettvang þar sem fundað verður mánaðarlega og úr svona ágreiningsmálum verður þá hægt að leysa.

Vinnan hefur gengið mjög vel og þessi hugmynd um lögregluráð leggst afar vel í fólk og ég held að þarna séum við komin með einfalda og skýra breytingu á lögreglumálum sem vonandi svarar því kalli sem við höfum séð í fjölmiðlum undanfarna mánuði.“

Sem stendur standi ekki til að leggja niður embætti ríkislögreglustjóra. Fyrst verið kannað hvort réttara verði að færa til verkefni sem og skoða vissa sameiningamöguleika.

„Það hefur verið skoðaðar ákveðnar sameiningar. Það er auðvitað mikilvægt að einhver fari með samræmingar og stjórnsýsluhlutverk innan lögreglunnar og ég held að það sé ráðlegra að skoða  fyrst hvort að það sé hægt að styrkja þann hluta ríkislögreglustjóraembættisins og færa mögulega önnur verkefni. En allar þessar hugmyndir ætla ég að vinna áfram með nýjum ríkislögreglustjóra og nýju Lögregluráði á næsta ári.“

Þrátt fyrir að Haraldur Johannessen hafi áður sagt að hann muni ekki stíga til hliðar, er nú ljóst að hann mun samt sem áður gera svo um áramótin. Starfslokin munu vera að hans frumkvæði og gerð í mesta bróðerni.

„Já, við Haraldur vorum sammála um það að það væri rétt að hann myndi stíga til hliðar nú um áramót. Og það var gert í mikilli sátt og að hans frumkvæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?