fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Uppnámið í America’s Got Talent: Vill Simon Cowell „yngri og heitari“ píur?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 3. desember 2019 16:00

F.v.: Howard Stern, Simon Cowell og Gabrielle Union.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum America‘s Got Talent dómarinn Howard Stern trúir því að það sé Simon Cowell að kenna að fyrrum meðdómari hans, Gabrielle Union, var rekin.

Samkvæmt fyrstu fregnum kom fram að Gabrielle Union og meðdómari hennar Julianne Hough myndu ekki halda áfram í næstu þáttaröð. Síðan greindi Variety frá því að þær myndu ekki halda áfram vegna eitraðrar vinnumenningar og að Gabrielle var rekin fyrir að tilkynna um rasískan brandara sem spjallþáttastjórnandinn Jay Leno.

Howard Stern var dómari í þáttunum frá 2012 til 2015. Hann telur að Simon Cowell sé sökudólgurinn í þessu öllu saman.

F.v: Terry Crews, Simon Cowell, Howie Mandell, Gabrielle Union og Julianne Hough.

„Hann hefur sett þetta þannig upp að karlmenn fá að halda áfram, sama hversu gamlir þeir eru, eða feitir, ljótir og hæfileikalausir þeir eru,“ segir Howard í útvarpsþætti sínum í gær.

„En það sem hann er stöðugt að gera í sínum þáttum er að hann skiptir út heitum gellum með heitari og yngri gellum. Sem er svo augljóst.“

Howard Stern bendir þá á að Simon Cowell og meðdómari hans Howie Mandel voru áfram eftir þrettándu þáttaröð, en dómurunum Mel B og Heidi Klum var skipt út fyrir Gabrielle Union og Julianne Hough. Hvorugar þeirra halda svo áfram.

Dómarar þrettándu þáttaraðar. Uppi t.v.: Howie Mandell, Simon Cowell. Niðri t.v.: Mel B og Heidi Klum.

„Þetta er endanlegt dæmi um strákaklúbb – tvær þáttaraðir í röð þar sem kvenkyns dómarar eru reknir á meðan Simon og Howie halda áfram,“ segir hann og bætir við að Tyru Banks var skipt út sem kynni fyrir Terry Crews fyrir fjórtándu þáttaröð AGT.

„Það er eitt ef þú rekur alla, en af hverju er stöðugt skipt út konunum í þáttunum?“ Segir Howard.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun