fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

María Birta skellir í lás

Auður Ösp
Mánudaginn 31. júlí 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef beðið eftir þessum degi í yfir 380 daga.. svo ég get ekki útskýrt það hvað ég er spennt!,“ segir leikkonan, fyrirsætan og verslunareigandinn María Birta en þann 20. ágúst næstkomandi mun hún loka dyrunum að versluninni Maníu á Laugaveginum. María Birta var aðeins 21 árs þegar hún opnaði verslunina árið 2009, en þá hafði hún þegar staðið í verslunarrekstri í þrjú ár.

María Birta greinir frá þessum fréttum á facebooksíðu sinni en hún hefur undanfarin misseri verið búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem hún hyggst hasla sér völl sem leikkona.

„Ég hef verið að undirbúa þennan dag í meira en ár. Ég hef ákveðið að loka versluninni minni að Laugavegi 51 og halda áfram einungis inn á netinu. Þetta mun gera það að verkum að ég geti sinnt Maníu enn betur, lækkað vöruverðið alveg þó nokkuð og fyrst og fremst: Ég mun geta einbeitt mér betur að leiklistinni.“

Síðasti dagur Maníu á Laugaveginum mun verða á Menninganótt þann 19. ágúst næstkomandi, en eftir þann dag verður verslunin einungis aðgengileg á netinu. María Birta var rétt orðin sjálfráða þegar hún opnaði sína fyrstu verslun í miðborginni en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar.

„Ég man svo vel eftir því að hafa verið 18 ára og fengið mitt fyrsta húsnæði á Laugaveginum, mér fannst það alveg rosa fullorðins. Crazy að það séu 11 ár síðan, svolítið skemmtilegt að maðurinn sem að á húsnæðið sem Manía er í núna kom til mín um daginn og sagði “Veistu María, þegar ég afhenti þér lyklana og ákvað að leigja þér þetta rými fyrir 8-9 árum síðan, þá sögðu allir vinir mínir “Þetta endist í 3 mánuði… Well you showed them”.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala