fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Bæjarstjóri gagnrýnir Mjólkursamsöluna harðlega fyrir óeðlilega hegðun – „Er þetta tilviljun?“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 29. nóvember 2019 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, gagnrýnir Mjólkursamsöluna harðlega fyrir að bjóða upp á þrjár laktósafríar mjólkurvörur til höfuðs Örnu, sem er staðsett í Bolungarvík og hefur sérhæft sig í laktósafríum mjólkurvörum frá árinu 2013.

Arna kynnti nýlega nýjar umhverfisvænar umbúðir með 85% minna plasti og segir Jón Páll að MS hafi markaðssett keimlíkar vörur í kjölfarið, sem í krafti stærðar MS sé mikið ábyrgðarmál:

 „Það er ekki eðlilegt að aðili sem er með 95% markaðshlutdeild geti hagað sér á þennan hátt. Nýjar vörur sem eru mjög líkar vörunum hjá Örnu eru settar á markað. Þetta lítur að minnsta kosti þannig út fyrir mér að þeir séu að fara í harða og beina samkeppni við Örnu og nýti sér yfirburðar stærð sína og kraft til þess,“

sagði Jón Páll við Eyjuna.

Tilviljun ?

Jón birti færslu á Facebook með viðlíka gagnrýni á MS, sem hann segir bera mikla ábyrgð:

„Er þetta tilviljun? Eða getur það verið að það sé búið að taka ákvörðun að keyra af fullum krafti inn á markað Örnu og láta kné fylgja kviði? MS ber mikla ábyrgð með algjöra yfirburði á markaði fyrir mjólkurvörur verandi sá aðili sem selur okkur neytendum 95% af öllum mjólkurvörum. Það er þekkt staðreynd að markaðsráðandi aðilar geta drepið minni aðila í krafti stærðar sinnar.“

Hann segir Örnu vera afar mikilvægt fyrirtæki, ekki bara fyrir Vestfirði heldur Ísland allt:

„Við berum líka ábyrð sem neytendur og það er einmitt þeim að þakka að Arna – laktósafríar mjólkurvörur er á þeim stað sem þau eru í dag. Arna er gríðarlega mikilvægt fyrirtæki. Ekki bara fyrir Bolungarvík og Vestfirði, heldur líka fyrir Ísland. Við þurfum á svona fyrirtækja að halda til að sýna öðrum fram á að það er hægt að reka framúrskarandi matvælafyrirtæki á landsbyggðinni!  Ég tek fram að ég er eins langt frá því að vera hlutlaus eins og hægt er. Ég hef hagsmuni af því að Arna eflist og dafni,“

segir Jón sem situr í stjórn Örnu.

Hér að neðan má sjá nýjar vörur fyrirtækjanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki