fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Eyjan

MAX vélar Icelandair hefja sig til flugs í mars eftir hugbúnaðaruppfærslu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 29. nóvember 2019 11:25

MAX vélar Icelandair

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair hyggst taka Boeing MAX vélar sínar í gagnið í mars á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem ný flugáætlun fyrirtækisins er kynnt, til 40 áfangastaða.

Sem kunnugt er voru MAX 737 vélarnar kyrrsettar í kjölfar flugslysa í Indónesíu og Eþíópíu og er Icelandair í viðræðum við Boeing verksmiðjurnar um skaðabætur vegna kyrrsetningarinnar. Var tjón félagsins metið á 19 milljarða króna samkvæmt uppgjöri annars ársfjórðungs en hugsanlega má bæta einhverju við þá tölu síðan þá og fram í mars.

Icelandair gefur ekki upp fjárhæðina sem það hefur fengið í skaðabætur, né hverjar kröfur þess voru til Boeing.

Boeing hefur uppfært hugbúnaðinn í MAX vélunum og þurfa því flugmenn að undirgangast þjálfun að nýju áður en þeim er flogið.

Áætlað er að 4.2 milljónir farþega ferðist með þotum félagsins á árinu og heildarframboð sæta verði 5.1 milljón. Hefur félagið aldrei flutt fleiri farþega til Íslands en á þessu ári, eða rúmlega 1.6 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“