fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Kristján er samkynhneigður aflraunamaður: „Mér líður í raun eins og öllum sé bara drullusama“

Fókus
Mánudaginn 25. nóvember 2019 14:30

Kristján Sindri. Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af okkar sterkustu kraftlyftinga- og aflraunamönnum, Kristján Sindri Níelsson, er samkynhneigður. Hann er einn af mjög fáum karlkyns íþróttamönnum sem er opinberlega samkynhneigður. Kristján Sindri var í viðtali hjá Íþróttum á sunnudegi á RÚV í gær.

Kristján Sindri kom út úr skápnum þegar hann var sautján ára og pælir að eigin sögn afskaplega lítið í því að hann sé samkynhneigður íþróttamaður.

„Ég sé þetta ekki sem hæfileika að vera samkynhneigður og horfi ekki þannig á það […] Ég kom út úr skápnum þegar ég var 17 ára,“ segir hann í viðtali við RÚV.

Sem betur fer hefur Kristján Sindri aldrei orðið fyrir fordómum.

„Mér líður í raun eins og öllum sé bara drullusama,“ segir hann og bætir við að það hefur enginn nefnt það sérstaklega við hann að hann sé samkynhneigður. „Einhverjir hafa minnst á það og að þetta sé nokkuð óhefðbundið en það er aldrei nein illgirni í því.“

Þrátt fyrir að hafa aldrei persónulega orðið fyrir fordómum þá viðurkennir hann að það verði eflaust margir fyrir þeim og hann telur fordóma, eða frekar hræðsluna við fordóma, vera ástæðuna fyrir því að svo fáir íþróttamenn komi út úr skápnum.

Þú getur horft á viðtalið við Kristján Sindra á vef RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður