Forsætisráðherra vor er í ólgusjó Samherjamálsins, en hér eru fimm skemmtilegar staðreyndir sem þið vissuð kannski um Katrínu Jakobsdóttur.
Katrín elskaði leikarann Kevin Bacon í uppvextinum en bar nafn hans ávallt fram Kevin Ba-coon. Hún var líka ofsalega hrifin af Andrési önd. Síðar tók leikarinn Keanu Reeves við sem átrúnaðargoð forsætisráðherra.
„Hann er líka fallegasti maður í heimi og er góður bardagamaður og stórleikari. Svo er hann líka alltaf svo flott klæddur og ég hef tekið hann mér til fyrirmyndar í fatavali,“ sagði Katrín í viðtali við Fréttablaðið.
Katrín útskrifaðist úr Menntaskólanum við Sund, MS, árið 1996 með 9,7 í aðaleinkunn og dúxaði það árið.
„Ég hef svo sem enga töfraformúlu fyrir dúxa, en ég lærði vel fyrir prófin,“ sagði Katrín í viðtali við Morgunblaðið eftir útskriftina, en í viðtalinu kom fram að lægsta einkunn hennar hefði verið í leikfimi, 8.
„Ég skil nú bara ekkert í þessu, því mér fannst mjög gaman í leikfiminni, mætti alltaf, kennarinn var frábær og ég fékk 9 í kennaraeinkunn.“
Katrín var ráðin ritstjóri Stúdentablaðsins árið 2000 og þótti ráðningin umdeild vegna pólitískrar tengingar hennar við Röskvu. Meðal undirmanna hennar á Stúdentablaðinu voru sjónvarpsstjarnan og framleiðandinn Inga Lind Karlsdóttir og Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur og flokkskona Viðreisnar.
Katrín og Davíð voru sambandi í um sjö ár ár og bjuggu saman um tíma. Ástin kviknaði í sjónvarpsþættinum Gettu betur en þar var Davíð Þór spyrill en Katrín stigavörður. Davíð Þór hefur sjálfur látið hafa eftir sér að Katrín hafi gefist upp á honum vegna þeirrar staðreyndar að hann var fársjúkur alkóhólisti á þessum árum. Síðan þá hafa bæði tvö blómstrað á nýjum vettvangi. Katrín sem forsætisráðherra þjóðarinnar en Davíð Þór sem vinsæll prestur í Vesturbænum.
Katrín var kosin varaformaður Vinstri grænna árið 2003 og var í kjölfarið tekin í viðtal í Morgunblaðinu. Í viðtalinu kom í ljós að hún ætlaði alls ekkert að verða stjórnmálamaður þegar hún var yngri.
„Ég ætlaði að verða poppstjarna eða skurðlæknir. En svo langaði mig líka dálítið að verða geimfari.“