fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Sigurbjörn bjó á götunni í Reykjanesbæ í þrjú ár: Opnar sig um erfitt líf – „Mörgum þykir vænt um kallinn“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 11. júlí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar kom að því að gera heimildarmynd var eiginlega ekki neitt annað í boði en að gera um hann Didda. Ég vissi að hann var búinn að vera götunni í yfir tvö ár en samt var hann alltaf svo jákvæður og hress. Mig langaði að sýna fólki þá hlið á þessu lífi,“segir Elfar Þór Guðbjartsson kvikmyndagerðarnemi. Sigurbjörn Blöndal Sigurbjörnsson, sem var á sínum tíma eini heimilislausi maðurinn í Reykjanesbæ var uppspretta heimildarmyndar sem Elfar frumsýndi í námi sínu við Kvikmyndaskóla Íslands nú í vor. Kveðst Elfar vilja gefa þeim sem minna mega sín rödd og segir fólk geta lært margt af sögu Didda.

Elfar Þór Guðbjartsson
Elfar Þór Guðbjartsson

Elfar Þór stundar nám í handritsgerð og leikstjórn við Kvikmyndaskóla Íslands en hann er fæddur og uppalin í Njarðvík.

„Hugmyndin að myndinni kemur bara því að ég þekki Didda frá fyrra líferni mínu sem mér tókst að koma mér úr áður en ég fór útí kvikmyndagerð. Það má á eiginlega segja að kvikmyndaskólinn hafi bjargað lífi mínu,“ segir Elfar í samtali við DV.is.

Ljósmynd/Skjáskot af vef youtube.
Ljósmynd/Skjáskot af vef youtube.

Diddi var heimilislaus í þrjú ár þar til honum var útveguð íbúð í Reykjavík á vegum félagsyfirvalda. Hann er að sögn Elfars vel þekktur í heimabæ sínum.

„Það allavega föttuðu allir um hvern ég var að tala þegar ég sagðist vera að gera mynd um eina heimilislausa manninn í Reykjanesbæ. Hann er vanur að labba mikið á hafnargötunni sem er aðalgata Keflavíkur. Þegar ég var yngri þá tók hann alltaf gítarinn þegar ég kíkti á hann og söng fyrir mig lagið Isabella sem var uppáhalds lagið mitt eftir hann. Mér þótti alltaf rosalega vænt um það.“

Ljósmynd/Skjáskot af vef youtube.
Ljósmynd/Skjáskot af vef youtube.

Elfar bætir við að við gerð myndarinnar hafi komið í ljós að margir bæjarbúar hugsa hlýtt til Didda.

„Það er augljóst að hann er vel liðinn og að mörgum þykir vænt um kallinn. Ég var virkilega ánægður að sjá hvað fólki er ekki sama og hvað fólk er kærleiksríkt í sér, einsog sést á öllum þeim sem koma fram í myndinni.“

Titill myndarinnar „Bonjour mammon“ á sér ákveðna sögu.

„Myndin heitir Bonjour mammon eftir hljómsveit sem hann var í og gáfu þeir út plötu árið 1983,“ segir Elfar sem hyggur nú á gerð myndar í fullri lengd um ævi Didda. „Mig langar í raun að segja söguna hans frá byrjun til dagsins í dag. Hann er virkilega áhugaverður einstaklingur og hefur margt að segja. Við gætum lært mikið af honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík