fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Kópavogsbær lækkar fasteignagjöld -„Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er sterk“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 17:00

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs í dag. Fimmta árið í röð er fjárhagsáætlunin unnin í samstarfi allra flokka í bæjarstjórn, en fram kemur í tilkynningu að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki áttunda árið í röð, fari í 0,215% úr 0.22%.

Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði fer í 1,49% úr 1.50% auk þess sem holræsagjöld eru sögð lækka umtalsvert.

Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar verða rúmlega 530 milljónir árið 2020 samkvæmt áætluninni. Skuldaviðmið heldur áfram að lækka og verður 104,1% í árslok 2020.

„Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er sterk. Greiðslubyrði lána Kópavogsbæjar hefur lést vegna hagstæðari kjara og uppgreiðslu lána og ekki er fyrirhugað að taka ný lán á næsta ári. Íbúar Kópavogs njóta góðs af góðri stöðu með með margvíslegum hætti, í góðri þjónustu og stórum og smáum framkvæmdum,“

segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Áhersla á mennta- og velferðarmál endurspeglast í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar. Meðal verkefna má geta að aukin áhersla er á fræðslu og forvarnir gegn vímuefnum í grunnskólum. Þá er aukið framlag til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna og til persónulegra ráðgjafa fyrir börn innflytjenda. Áfram verður áhersla á að fjölga félagslegum íbúðum. Þá er þjónusta við aldraða styrkt.

Lýðheilsumál eru efld enn frekar meðal annars með heilsueflingu eldri borgara og bættri líðan barna.

 Fjárfest fyrir 3,1 milljarða

Nýr Kársnesskóli við Skólagerði sem hýsa mun grunn- og leikskóla verður reistur á næstu árum.  Alls verður 3,2 milljörðum varið til skólabyggingarinnar þar af 300 milljónum á næsta ári. Þá fara 110 milljónir í að ljúka byggingu húsnæðis fyrir Skólahljómsveit Kópavogs. 160 milljónum verður varið til endurbóta á Kórnum svo hægt verði að nýta húsnæðið betur bæði í tengslum við skólastarf og fyrir menningarmiðstöð fyrir íbúa í efri byggðum. Lokið verður við endurbætur á gamla Hressingarhælið í Kópavogi með það að markmiði að nýta til geðræktarmála. 

1,5 milljarði verður varið til gatnaframkvæmda og tengdra verkefna, þar af 220 milljónum til umferðaröryggismála og göngu- og hjólreiðastíga. 400 milljónum verður varið í gatnaframkvæmdir á Kársnesi í tengslum við þéttingu byggðar þar.

Veltufé frá rekstri samstæðunnar verður samkvæmt áætluninni 3,7 milljarðar króna.

Íbúar Kópavogs verða 38.620 í árslok 2020 samkvæmt áætluninni en um 37.825 í lok 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli