fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

„Draumarnir rætast hver af öðrum“

Sigrún Lilja Gyðja setur markið og draumana hátt

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. júlí 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Lilja Gyðja Guðjónsdóttir, oft kölluð Gyðjan sem má rekja til hönnunarmerkis hennar Gyðja Collection, mun vera með reglulega pistla í Birtu. Þar mun hún deila með lesendum innblæstri sínum, daglegu lífi sínu ásamt því að gefa góð ráð og svara spurningum lesenda um allt frá því hvernig koma megi viðskiptahugmynd í framkvæmd til hinna ýmsu ráða tengdum heilsu og mataræði. Fyrir þá sem vilja hleypa út sinni innri Gyðju munu hugmyndir um hvernig megi huga vel að heilbrigðu útliti slæðast inn á milli líka.

En hver er þessi gyðja? Við spurðum hana nokkurra spurninga til að kynnast henni betur.

Fullt nafn: Sigrún Lilja Gyðja Guðjónsdóttir.

Aldur: 35 ára.

Sambandstatus: Trúlofuð æskuástinni minni, Reyni Daða.

Sigrún Lilja og Reynir Daði eru trúlofuð.
Æskuástin Sigrún Lilja og Reynir Daði eru trúlofuð.

Börn: Tvær Siberian husky-fjórfætlur, þær Ísey og Skriða.

Siberian husky-hundarnir sem Sigrún og Reynir eiga.
Með Ísey og Skriðu. Siberian husky-hundarnir sem Sigrún og Reynir eiga.

Augnlitur: Grænn, brúnn, gulur. Fer eftir því hvernig skapi ég er í.

Uppáhaldsmatur: Oh, ég bara elska góða pizzu, fátt sem toppar eina með pepperoni, extraosti, ananas, rjómaosti og jafnvel jalapeno, en þessa dagana bý ég til minn eigin lágkolvetnabotn þar sem ég er alveg sykurlaus heilsunnar vegna.

Fyrirmynd: Amal Clooney sem er rosalega flott og öflug kona og höfðar mikið til mín, hún er mannréttindalögfræðingur sem notar krafta sína til góðs og svo er George Clooney líka svo heppinn að vera maðurinn hennar. Angelina Jolie þykir mér líka vera flott að nýta frægð sína til öflugs starfs í góðgerðarmálum, en hún er fulltrúi Sameinuðu þjóðanna og vinnur fyrir hag flóttafólks. Hún virðist vera í þessu af alvöru, en ekki bara til að vera tengd einhverju góðgerðarmáli eins og svo margar stjörnur gera fyrir ímynd sína.

Heilsa, líkamsrækt og mataræði: Mér finnst gríðarlega hressandi að fara út að hlaupa og reyni að gera það 2-3 sinnum í viku með voffadömunum mínum. Það er svo yndislegt að njóta náttúrunnar og hreyfa sig í leiðinni. Ég reyni einnig að komast í ræktina reglulega til að móta kroppinn, en á sumrin æfi ég meira úti.
Ég er á lágkolvetna- og sykurlausu fæði og leyfi mér lítið sem hækkar blóðsykurinn. Það hentar mér mjög vel, bætti heilsu mína og bætir líðanina þegar öll sykurþörfin fer og slenið sem sykrinum fylgir.

Uppáhaldsfegrunarráð: Það er erfitt að velja eitt en ætli ég þurfi ekki að nefna dermorúlluna. Dermórúllan er alveg magnað tæki fyrir „gerðu-það-sjálf“- fegurðarmeðferð heima fyrir. Ég nota hana 1-2 sinnum í viku fyrir svefninn og rúlla andlitið vel. Með því er ég að gata húðina með örlitlum götum sem ekki sjást, en það neyðir húðina til að endurnýja sig hraðar með þeim afleiðingum að maður ljómar á eftir. Þetta dregur úr hrukkum, fínum línum, rósroða og hjálpar vandamálahúð. Maður sér strax mun á sér daginn eftir. Þetta er án efa uppáhalds og geri ég þetta alltaf daginn áður en ég fer í myndatökur eða á mikilvæga viðburði.

Besta bíómynd: Notting Hill kemur fyrst upp, en Pretty Woman fylgir þar fast á eftir.

Uppáhaldsþættir: Friends verða alltaf í algjöru uppáhaldi. Mamma segir stundum að þetta sé eins og einhver einhverfa hjá mér, ég hef þetta oft á þegar ég er að dúlla mér heima og sofna jafnvel út frá Friends á kvöldin. Það er eitthvað við þættina sem léttir lundina og lætur mér líða þannig að sama hvað gangi á verði alltaf allt í lagi að lokum.

Uppáhaldsbókin: Ég er háð hljóðbókum og þá eru þær oft markaðs- eða viðskiptalegs eðlis með svona innblástursívafi. Ég hlusta á þær þegar ég æfi, keyri og við hin ýmsu tækifæri og það er erfitt að velja einhverja eina. Núna er ég til dæmis að hlusta á bók sem heitir The 10x Rule, the only difference between success and failure eftir Grant Cardone og hún er frábær.

Plön þín á næstu misserum: Ég hef haft það að markmiði undanfarið að einfalda líf mitt. Því er ég að einfalda reksturinn minn til muna og fara að einbeita mér að því sem hjarta mitt vill, sem er að skapa, en í dag rek ég til dæmis vinsæla verslun ásamt ýmsu öðru. Ég er með um 30 nýjar vörur sem bíða eftir að verða að veruleika og hafa þurft að bíða vegna anna hjá mér. Nú breytist það vonandi og ég er gríðarlega spennt. Sumarið fer því í að undirbúa þetta nýja líf mitt. Í haust fer ég svo með hóp kvenna í Empower Women-uppbyggingarferð á skemmtiferðaskip í Karíbahafinu. Bókanir standa nú yfir og ganga vel en ferðin snýst um að þátttakendur byggi upp sjálfstraustið og fylgi draumum sínum eftir með dekur- og lúxusívafi í góðum hópi kvenna. Það gerist varla betra.

Sigrún Lilja hélt sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur á Balí.
Paradís á Balí Sigrún Lilja hélt sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur á Balí.

Uppáhaldsstaður sem þú hefur ferðast til: Suður-Frakkland er í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég vil slaka á og njóta í rólegheitunum. Mér líður líka alltaf voða vel í Los Angeles í Bandaríkunum, svolítið eins og maður sé heima, nema bara í betra veðri.

Ertu með opið Snapchat: Já, snappið mitt er: theworldofgydja.

Ertu með Instagram og/eða opið Facebook: Já, Instagrammið mitt er: theworldofgydja og opna Facebook-síðan mín er undir Sigrun Lilja Gydja Gudjonsdottir.

Hverju mega lesendur Birtu búast við frá þér: Eitt af mínum markmiðum er að hvetja fólk áfram í því að fylgja draumum sínum. Því munu pistlarnir mikið snúast um hvatningu og góð ráð um allt milli himins og jarðar. Ég er gríðarlega spennt fyrir þessari nýju áskorun og veit að þetta verður skemmtilegt og ef það nýtist einhverjum þarna úti, er ég sátt.

Elsku þið, ég er gríðarlega spennt yfir þessu tækifæri og ætla að gera mitt besta við að svara spurningum ykkar í Birtu. Auk þess sem ég mun leyfa ykkur að fylgjast með hvað drifið hefur á daga mína með von um að þið hafið af því gagn og gaman.

Hekla er eitt af þeim ilmvötnum sem Sigrún Lilja hefur þróað undir merki Gyðja Collection.
Auglýsing fyrir Hekla ilmvatn. Hekla er eitt af þeim ilmvötnum sem Sigrún Lilja hefur þróað undir merki Gyðja Collection.

Draumar Sigrúnar Lilju hafa ræst einn af öðrum

„Ég man þegar mig dreymdi um að hanna og framleiða mína eigin skólínu. Svo um að byggja húsið mitt. Síðan að búa til mitt fyrsta ilmvatn og svo tvö önnur. Að vera meðrithöfundur í metsölubók erlendis og svo annarri. Um að hanna fylgihlutalínu sérstaklega fyrir íslenska verslunarkeðju og síðan aftur. Að fá að ferðast til paradísarinnar á Balí og fá að halda þar styrktarnámskeið fyrir konur og svo aftur og aftur og aftur! Ég hef verið svo heppin að hafa fengið að upplifa næstum alla drauma sem ég hef haft hingað til og með því sannað að ÞAÐ ER ALLT HÆGT! Jafnvel þó að ferðalagið sé búið að vera grisjótt og ég hafi ekki fæðst með silfurskeið í munni, hef ég upplifað marga sigra og ósigra. Ég hef upplifað föll svo há að þau eru lygasögu líkust. En jafnvel þó að lífið ýti við þér og jafnvel hrindi þér eins og það hefur nú gert við okkur öll þá er það okkar að læra af mistökunum og standa aftur upp á báða fætur reynslunni ríkari og enn tilbúnari til að takast á við og gera næsta draum að veruleika.“

Sjálfsstyrking og sjálfsvinna er stöðug vinna

Sjálfsstyrking og sjálfsvinna er endalaus og maður útskrifast aldrei. En hvað ef við gætum nú stjórnað ferðinni svolítið í stað þess að þeytast um með vindinum? Hvað ef við gætum skapað okkar eigin veröld? Um það snúast einmitt námskeiðin mín og ferðin mín fyrir konur í Karíbahafinu í haust, að við stöldrum við og skoðum hvað það er sem okkur raunverulega langar í lífinu og förum svo að skapa veruleikann í kringum það. Þótt ótrúlegt megi virðast er það hægt, við getum skapað okkar eigin veruleika. Auðvitað koma upp aðstæður sem við ráðum ekki við og getum ekki stjórnað, en þá er oft verið að reyna okkur fyrir stærri komandi verkefni. Getum við haldið áfram og sleppt tökunum á því sem við stjórnum ekki? Það er ákveðin list og það er oft erfitt, en það er hægt. Ætlum við að láta aðstæður sem aðrir hafa skapað sem eru okkur í óhag stjórna því hvernig okkar framhaldssaga verður? Ætlum við að láta annað fólk stoppa okkur í því að lifa lífinu sem okkur dreymir um? Nei, takk! Við ráðum ferðinni og enginn annar!

Sigrún Lilja hefur alltaf átt sér stóra drauma, margir þeirra hafa ræst. Nú vinnur hún í því að láta hina rætast og skapa sér nýja.
Sterk kona sem lætur draumana rætast Sigrún Lilja hefur alltaf átt sér stóra drauma, margir þeirra hafa ræst. Nú vinnur hún í því að láta hina rætast og skapa sér nýja.

Erfiðleikar hafa þroskað Sigrúnu Lilju sem á sér framtíðardrauma

Erfiðleikarnir sem ég hef stundum staðið frammi fyrir hafa sýnt mér að ég get gert allt sem ég tek mér fyrir hendur. Það eru engin takmörk fyrir því hvað þú getur gert þegar þú ert með fallegan ásetning, sterka hugsjón og ert tilbúin til að vinna vinnuna. Þá er allt hægt!

Ég á mér svo marga framtíðardrauma sem ég get ekki beðið eftir að strika út af listanum mínum. Ég ætla að deila nokkrum með ykkur:
– Halda enskumælandi styrkingarnámskeið fyrir konur út um heim allan.
– Halda ókeypis styrkingarnámskeið fyrir konur í þriðja heiminum svonefnda.
– Kaupa íbúð eða hús með sundlaug í fallegu umhverfi í sólarlandi þar sem ég get unnið hluta úr vetri.
– Halda stór „Empower Women“-námskeið á Íslandi með konum sem eru mér og öðrum miklar fyrirmyndir.
– Skapa nýjar og fallegar vörur fyrir allar gyðjurnar í þessum heimi.

Ert þú með spurningar til Sigrúnar Lilju?

Sendu mér línu með vangaveltum og spurningum á Snapchat: theworldofgydja eða á Facebook og Sigrún Lilja mun gera sitt besta að svara þeim vel. „Sjáumst svo á næsta Empower Women-námskeiði hér á Íslandi eða styrkingarnámskeiði í Karíbahafinu og komum okkur að verki því draumarnir þínir bíða spenntir eftir að þú setjir „tékk” við þá,“ segir Sigrún Lilja.

Fyrir ykkur sem viljið kynna ykkur ferðina í Karíbahafið í haust, eru allar upplýsingar á Facebook-síðunni hér og á heimasíðunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því