Átti ekki von á þessum móttökum
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á mikilvægan fund í dag.
Þegar Þórdís Kolbrún mætti á staðinn kom hinsvegar í ljós að forsætisráðherra hafði brugðið á leik með vinkonuhópi hennar og voru þær mættar fjölmargar til að gæsa Þórdísi Kolbrúnu, sem ganga mun í hjónaband með unnusta sínum, Hjalta Sigvaldasyni Mogensen, seinna í sumar.