fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Adele sló eigið blótsyrðamet á Wembley

Someone Like F… You

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. júlí 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Adele sló eigið met á nýlegum lokatónleikum hennar á Wembley í London, þegar hún notaði 56 blótsyrði á einu kvöldi. Fyrra metið átti hún á Glastonbury-hátíðinni árið 2016, en þá notaði hún „aðeins“ 36 blótsyrði.

Adele er alltaf hún sjálf og á milli þess sem hún syngur eins og engill, samkjaftar hún við áhorfendur sína með tilheyrandi hlátrasköllum, ropum og blótsyrðum, svo mikið stundum að sumum finnst nóg um. Aðdáendum Adele er þó nokk sama um fúkyrðaflauminn.

Ballið byrjaði strax þegar Adele hafði lokið við upphafslagið Hello og ávarpaði aðdáendur sína. „Fokk, ég hef aldrei verið svona fokking stressuð á allri minni fokking ævi.“ Síðar sagði hún meðal annars sögu af því þegar padda komst í skóna hennar á tónleikum á Nýja-Sjálandi og helvítið saug úr mér blóðið.“ Einnig hélt hún að poppkornspokar sem salar gengu um með og seldu væru naktar kynlífsdúkkur, „mér fannst það svona útundan mér“. Síðan skellti hún hljóðnemanum á milli brjóstanna á sér og skaut bolum út í mannfjöldann með sérstakri stuttermabolaloftbyssu.

Það verður ekki annað sagt um hana Adele en að þrátt fyrir frægð og frama er hún akkúrat hún sjálf, hvort sem er á sviði eða utan þess, eða eins og Adele sagði sjálf, „dagsdaglega er ég helvíti kúl“.

Adele brúkar ekki bara kjaft, heldur notar líka puttann þegar við á.
Gefur puttann Adele brúkar ekki bara kjaft, heldur notar líka puttann þegar við á.
Taxi bakkaði inn að sviðinu á Wembley og flutti Adele burt.
Fór á taxa Taxi bakkaði inn að sviðinu á Wembley og flutti Adele burt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“