fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Annríki hjá lögreglunni í nótt – Heimilisofbeldi – Fíkniefnamál – Húsbrot og fleira

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. júní 2017 06:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt og voru málin af ýmsum toga. Einn var handtekinn á heimili í Grafarvogi í gærkvöldi en sá er grunaður um heimilisofbeldi. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Fimm menn voru handteknir á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn á öðrum tímanum í nótt. Mennirnir eru grunaðir um húsbrot og voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Skömmu fyrir klukkan 22 var ekið á 13 ára pilt, sem var á vespu, við Gnoðarvog. Ekki er vitað um alvarleika meiðsla piltsins.

Þrír ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir þessara ökumanna eru einnig grunaðir um vörslu fíkniefna. Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi, grunaður um ölvun við akstur auk þess sem hann reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum.

Einn ökumaður var kærður í gærkvöldi fyrir að aka sviptur ökuréttindum.

Ölvaður maður var handtekinn í bifreið við Berjahlíð á tólfta tímanum í gærkvöldi. Hann er grunaður um vörslu fíkniefna og var hann vistaður í fangageymslu. Á ellefta tímanum í gærkvöldi var par handtekið við Smáratorg og vistað í fangageymslu en fólkið var í mjög annarlegu ástandi.

Ungur maður var handtekinn á þriðja tímanum í nótt í Mjóddinni en hann er grunaður um skemmdarverk á leigubifreið. Hann var vistaður í fangageymslu.

Skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki við Síðumúla. Ekki er enn ljóst hvort einhverju var stolið og þá hverju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum
Fréttir
Í gær

Varar Íslendinga við Trump

Varar Íslendinga við Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur