fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

Eiginkona Kim Jong-un er horfin – Hefur ekki sést í fjóra mánuði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. október 2019 07:58

Ri Sol-ju. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún hefur verið kölluð „dularfulla frúin“. Hún gengur alltaf þremur skrefum fyrir aftan eiginmann sinn, einræðisherrann í Norður-Kóreu, það er að segja ef hún sýnir sig opinberlega.

Ri Sol-ju er gift einum af hræðilegustu mönnum heims og nú er hún horfin af sjónarsviðinu, aftur og enn.

Samkvæmt frétt suður-kóresku fréttastofunnar Yonhap News Agency hefur Ri ekki sést opinberlega síðan 21. júní en þá tóku hjónin á móti Xi Jinping forseta Kína.

En þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún hverfur úr sviðsljósinu á þeim sjö árum sem hún hefur verið eiginkona einræðisherrans. Hún hefur oft haldið sig fjarri sviðsljósinu löngum stundum. Þetta hefur valdið því að margar sögur hafa farið á kreik um hana og er hún eiginlega sveipuð mikilli dulúð vegna þessa.

2016 sást hún til dæmis ekki í níu mánuði. Þá var því velt upp hvort hún væri hugsanlega barnshafandi eða hefði eignast barn. Talið er að hjónin eigi þrjú börn.

Ri er fyrrum söngkona og dansari. Hún hefur, á norður-kóreskan mælikvarða, verið mjög áberandi sem eiginkona einræðisherrans.

Í fjarveru Ri tekur Kim Yo-jong, systir einræðisherrans, stöðu mágkonu sinnar á opinberum vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð