fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Frægt fólk sem þurfti að flýja heimalandið

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 18. október 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóttafólk er venjulegt fólk sem neyðist til að flýja heimili sín til að komast undan átökum eða ofsóknum, samkvæmt skilgreiningu UNHCR, sem er flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Hér eru fjórtán einstaklingar sem þú kannast örugglega við – en kannski vissirðu ekki að þau eru öll flóttafólk. Þetta fræga fólk á það sameiginlegt að hafa þurft að flýja heimalandið og leita hælis annars staðar. Þannig gátu þau byrjað nýtt líf og fundið nýja braut. Til að hafa það á hreinu ætti væntanleg frægð eða afrek ekki að skipta neinu máli þegar fólk leitar hælis – enda eiga allir skilið að lifa í öryggi. Það er engu að síður áhugavert að vita að þetta fólk var boðið velkomið af nýju landi þegar það þurfti á því að halda.

Mila Kunis

Þegar kalda stríðið (1946-1989)  var í gangi flúði leikkonan Sovétríkið Úkraínu ásamt fjölskyldu sinni og kom til Bandaríkjanna. Hún var bara sjö ára gömul. Eftir að Trump skrifaði undir tilskipunina skrifaði Ashton Kutcher, eiginmaður Milu, á Twitter að hann tæki banninu persónulega: „Konan mín kom til þessa lands sem flóttamaður í miðju kalda stríðinu. Blóð mitt sýður núna.“

Albert Einstein

Nóbelsverðlaunahafinn og eðlisfræðiningurinn Albert Einstein flúði frá Þýskalandi til Bandaríkjanna árið 1933, þegar Nasistaflokkurinn var að komast til valda. Eftir flutninginn voru þessi frægu orð höfð eftir Einstein: „Ég mun búa í landi þar sem pólitískt frelsi, umburðarlyndi og jöfnuður allra borgara ríkir.“

Rita Ora

Poppstjarnan Rita Ora flúði stríðið í Kosovo ásamt fjölskyldu sinni til Bretlands þegar hún var aðeins eins árs gömul.

Alek Wek

Fyrirsætan Alek Wek er flóttamaður frá Súdan. Borgarastríð braust út í Súdan þegar hún var aðeins níu ára gömul, og fjölskylda hennar flúði heimaþorpið og ferðaðist langa vegu til að komast til höfuðborgar landsins Khartoum. „Foreldrarokkar reyndu að verja okkur fyrir átökunum en hljóðin af byssuskotum og titringur sem fylgdi sprengingum fyllti okkur af ótta,“ sagði Wek í viðtali við UNHRC. „Lík voru allsstaðar í landslaginu.“ Þegar fjölskyldan náði til höfuðborgarinnar náði móðir Wek að senda hana og systur hennar til London.

Freddie Mercury

Söngvari hljómsveitarinnar Queen fæddist á afrísku eyjunni Zanzibar, og í uppvextinum bjó hann ýmist þar eða á Indlandi. Árið 1964 þegar fjölskyldan bjó á Zanzibar braust þar út bylting, og þau flúðu til London þegar stórstjarnan var enn á táningsaldri.

Iman

Ofurfyrirsætan Iman og fjölskylda hennar flúðu Sómalíu árið 1972 eftir hættulegt valdarán. Fjölskyldan flutti til Kenya, þar sem fegurðardísin var uppgötvuð og byrjaði feril sinn sem fyrirsæta.

Gloria Estefan

Poppstjarnan suður-ameríska fæddist í Havana á Kúbu, en yfirgaf heimalandið ásamt fjölskyldu sinni eftir kommúnistabyltingu Fidels Castro árið 1959. Hún var þá tveggja ára.

Henry Kissinger

Þessi fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna ólst upp í Þýskalandi, en fjölskylda hans flúði til Bandaríkjanna árið 1938 þegar Helförin stóð yfir. Kissinger var þá 15 ára gamall.

Marlene Dietrich

Hollywoodstjarnan byrjaði feril sinn í Þýskalandi á þriðja áratug síðustu aldar. Hún yfirgaf landið og flutti sig um set til Hollywood árið 1930 þegar fylgi nasista var farið að aukast. Hún varð Bandarískur ríkisborgari og kom fram fyrir hersveitir Bandmanna í annarri heimsstyrjöldinni. Seinna mælti hún þessi fleygu orð: „Ameríka tók mig að barmi sér þegar heimaland mitt stóð ekki lengur undir nafni.“

Madeleine Albright

Fyrsti kvenkyns utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fjölskylda hennar flúði heimalandi,Tékkóslóvakíu, í tvígang. Fyrst undan nasistum í síðari heimsstyrjöldinni, og aftur árið 1948. Albright tjáði sig gegn tilskipun Trumps á Facebook síðu sinni þar sem hún skrifaði: „Ég er flóttamaður, sem flúði valdarán kommúnista í Tékkóslóvakíu, og naut þannig góðs af örlæti þessa lands og hefð þess fyrir umburðarlyndi. Tilskipunin mun binda endi á þessa hefð, og mismuna fólki sem nú flýr hrottalega borgarastyrjöld í Sýrlandi.“

M.I.A.

Söngkonan ólst upp á Sri lanka þar til hún var níu ára gömul. Þá flúði hún ásamt fjölskyldu sinni til Bretlands undan borgarastyrjöld þjóðflokka í heimalandinu.

Sigmund Freud

Faðir sálgreiningarinnar flúði frá Austurríki til London ásamt eiginkonu sinni, eftir innrás nasista.

Regina Spektor

Söngkonan fæddist í Sovétríkjunum en flúði til New York ásamt fjölskyldu sinni vegna ofsókna á grundvelli trúarbragða. Hún var þá níu ára.

Dr. Ruth Westheimer

Kannski frægasti kynlífsráðgjafi allra tíma. Hún komst undan nasistum í Þýskalandi sem barn og ólst upp á munaðarleysingjahæli í Sviss.

Það var Self vefurinn sem birti greinina fyrst. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.