fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
FókusKynning

Réttarhóll: Fjölbreytt ræktun

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 3. júní 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðyrkjustöðin Réttarhóll á Svalbarðseyri var stofnuð árið 1990 og er hún enn í fullum blóma í dag. Í gegnum tíðina hefur aðalsmerki fyrirtækisins verið framleiðsla ýmissa sumarblóma og runna. Að sögn Ólafs Eggertssonar, eiganda og eina starfsmanns Réttarhóls,er hann með á boðstólum allar algengustu tegundir sumarblóma sem ræktaðar eru fyrir norðan.

„Auk sumarblómanna er ég einnig með fjölær blóm, nokkrar tegundir blaðplantna og aðrar garðplöntur. Hér rækta ég einnig ýmsar tegundir og afbrigði runna. Svo fást á Réttarhóli pottablóm en einkum er um að ræða tegundir sem þola lítinn vetrarhita, eða eru einærar. Einnig er ég með matjurtir og skógarplöntur í fjölpottabökkkum eru oftast til,“ segir hann.

Trjáplöntur, áburður og pottamold

„Kryddjurtirnar sem ég rækta hér eru vinsælar enda verður sífellt algengara að fólk vilji hafa þær í eldhúsgluggum eða annars staðar sem auðvelt er að grípa til þeirra við matargerðina. Matjurtir, eins og t.d. hvítkál, blómkál og spergilkál, selst vel og sama má segja um gulrófur, rauðrófur og ýmsar gerðir salats. Trjáplöntur (nokkrar tegundir í pottum) og skógarplöntur er einnig að finna á Réttarhóli auk þess sem hér er einnig fáanleg pottamold og áburður,“ segir Ólafur og býður fólk velkomið á Réttarhól.

Stöðin er staðsett ofan við kirkjuna á Svalbarði sem er rétt ofan við þorpið Svalbarðseyri, við austanverðan Eyjafjörð, eða einungis 12 km frá Akureyri.

Réttarhóll, 601 Svalbarðseyri.
Sími: 461 – 1660. l www.rettarholl.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7