Garðyrkjustöðin Réttarhóll á Svalbarðseyri var stofnuð árið 1990 og er hún enn í fullum blóma í dag. Í gegnum tíðina hefur aðalsmerki fyrirtækisins verið framleiðsla ýmissa sumarblóma og runna. Að sögn Ólafs Eggertssonar, eiganda og eina starfsmanns Réttarhóls,er hann með á boðstólum allar algengustu tegundir sumarblóma sem ræktaðar eru fyrir norðan.
„Auk sumarblómanna er ég einnig með fjölær blóm, nokkrar tegundir blaðplantna og aðrar garðplöntur. Hér rækta ég einnig ýmsar tegundir og afbrigði runna. Svo fást á Réttarhóli pottablóm en einkum er um að ræða tegundir sem þola lítinn vetrarhita, eða eru einærar. Einnig er ég með matjurtir og skógarplöntur í fjölpottabökkkum eru oftast til,“ segir hann.
„Kryddjurtirnar sem ég rækta hér eru vinsælar enda verður sífellt algengara að fólk vilji hafa þær í eldhúsgluggum eða annars staðar sem auðvelt er að grípa til þeirra við matargerðina. Matjurtir, eins og t.d. hvítkál, blómkál og spergilkál, selst vel og sama má segja um gulrófur, rauðrófur og ýmsar gerðir salats. Trjáplöntur (nokkrar tegundir í pottum) og skógarplöntur er einnig að finna á Réttarhóli auk þess sem hér er einnig fáanleg pottamold og áburður,“ segir Ólafur og býður fólk velkomið á Réttarhól.
Stöðin er staðsett ofan við kirkjuna á Svalbarði sem er rétt ofan við þorpið Svalbarðseyri, við austanverðan Eyjafjörð, eða einungis 12 km frá Akureyri.
Réttarhóll, 601 Svalbarðseyri.
Sími: 461 – 1660. l www.rettarholl.is