fbpx
Föstudagur 12.september 2025
FókusKynning

Falin perla í Grímsnesi

Kynning

Hraunborgir – fjölskylduvæna tjaldsvæðið – Skemmtileg sundlaug, golfvöllur, minigolf, beinar útsendingar og margt fleira

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. júní 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hraunborgir í Grímsnesi bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir ferðalanga. Falda perlan í Hraunborgum er hins vegar tjaldsvæði sem stendur skammt frá orlofshúsabyggð. Tjaldsvæðið er ekki stórt í samanburði við mörg af þekktari tjaldsvæðum en hefur upp á mikla fjölbreytni að bjóða. „Við hugsum þetta sem fjölskylduvænt tjaldsvæði þar sem fjölbreytt afþreying er í boði,“ segir Guðmundur Svavarsson, umsjónarmaður Hraunborga.

Sundlaug og golfvöllur

Skemmtileg sundlaug er í Hraunborgum og er þar jafnan fjör á sumrin. Golfarar finna allt fyrir sitt áhugamál við Hraunborgir. Golfvöllurinn – Ásgeirsvöllur – er stuttur níu holu völlur þar sem allar holur eru par 3. „Völlurinn hentar vel byrjendum og er hann vel sóttur af fólki sem er að feta sig áfram í íþróttinni. Lengra komnir æfa gjarnan stutta spilið hér,“ segir Guðmundur. Vallargjald er aðeins 1.900 krónur og gildir fyrir allan daginn. Minigolfvöllur er einnig að Hraunborgum og fastur liður er að haldin eru golfmót á báðum völlum um verslunarmannahelgina og hafa mótin verið vel sótt. Vaxandi fjöldi fólks leggur leið sína að Hraunborgum um verslunarmannahelgi og nýtur lifandi tónlistar og samveru í barnvænu umhverfi.

Fjöldaleikfimi í sundlauginni um verslunarmannahelgi. Laugin hefur mikið aðdráttarafl.
Leikfimi í sundlauginni Fjöldaleikfimi í sundlauginni um verslunarmannahelgi. Laugin hefur mikið aðdráttarafl.

Golfvöllurinn heitir Ásgeirsvöllur og er par 3 völlur. Hentar vel byrjendum.
Níu holu golfvöllur Golfvöllurinn heitir Ásgeirsvöllur og er par 3 völlur. Hentar vel byrjendum.

Fjölskylduvænt tjaldsvæði

Einn kostur svæðisins er hvernig það er byggt upp. „Fólk kemur hingað á bílnum og leggur honum og allt er í göngufæri.“ Guðmundur segir allar nauðsynjar, eins og brauð og mjólk, til sölu í móttökunni ásamt ís, gosi, djús, góðum veigum og þess háttar í Hraunborgum.

Vistleg setustofa býður upp á þægilega stund og beinar útsendingar yfir sumarið eru í boði þegar þurfa þykir og hægt er að njóta bjórs og léttvíns úr kæli. Setustofan hefur nýlega verið stækkuð og endurbætt og húsgögn endurnýjuð. Leiktæki eru einnig á staðnum og leiktæki fyrir börn utandyra. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi að Hraunborgum, þessari perlu í Grímsnesinu sem sífellt fleiri fá vitneskju um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri