fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Áslaug Arna um þolendur kynferðisbrota: Í flestum tilvikum tölur á blaði

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. október 2019 09:50

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir..

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, boðar manneskjulegri nálgun ríkisins við fórnarlömb kynferðisbrota hér á landi, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hún nefnir að á undanförnum árum hafi komið fram alvarlegar ábendingar um að þolendur hafi veigrað sér við að kæra afbrotin þar sem þeir treysti ekki réttarvörslukerfinu:

„Slíkt er óboðlegt í íslensku réttarríki. Hér er um alvarlega brotalöm að ræða sem brýnt er að takast á við með ákveðnum og skilvirkum hætti. Þeir sem kæra kynferðisafbrot þurfa að vera þess fullvissir að tekið verði á málum þeirra af fagmennsku.“

Áslaug segir það eitt af helstu verkum ríkisstjórnarinnar að bæta úr þessu og bendir á að tillögur starfshóps um aðgerðir hafi verið kynntar í fyrra:

„Sú vinna hefur þegar leitt til mikilla bóta. Farið var í átak við að efla rannsóknir kynferðisbrota og hraða afgreiðslu þeirra. Það hefur meðal annars skilað sér í styttri málsmeðferðartíma, sem var alltof langur. Ég mun beita mér fyrir því að áherslur á landsvísu verði samræmdar með þeim hætti þannig að lögregluembættin í landinu séu í stakk búin til að sinna rannsókn og meðferð kynferðisbrota.“

Nefnir Áslaug einnig að ýmislegt hafi verið gert á liðnum árum til að styrkja stöðu brotaþola, verkefni á borð við Bjarkarhlíð, endurskoðun löggjafar, verið sé að ráða sálfræðing til lögreglu, unnið að endurmenntun hjá rannsakendum kynferðisbrota, og fjárframlög aukin til málaflokksins.

Beitir sér fyrir mannlegra kerfi

Áslaug segir kynferðismál flókin í eðli sínu, en hyggst breyta kerfinu þannig að það verði mannlegra í garð þolenda:

„Allir sem komið hafa með einum eða öðrum hætti að rannsóknum eða úrvinnslu kynferðisbrota vita að þau eru flókin úrlausnar. Það verður aldrei undan því vikið. Sönnunarbyrðin er oft erfið og við þurfum ávallt að gæta að grundvallarreglum réttarríkisins. Á sama tíma vinnum við markvisst að því að tryggja að réttarvörslukerfið taki vel utan um þolendur kynferðisafbrota og veiti þeim skjól á þeim erfiða kafla sem fylgir slíkum brotum. Það þarf að gera af fagmennsku og um leið af hlýju og tillitssemi. Í flestum tilvikum eru skjólstæðingar ríkisins tölur á blaði eða málsnúmer, en í þessum tilvikum er mikilvægt að líta á mannlega þáttinn og horfa til þess að annar aðili málsins er brotinn einstaklingur sem þarf á nauðsynlegri aðstoð að halda. Kerfið þarf að vera mannlegt og til þess fallið að veita brotaþolum skjól. Ég mun beita mér fyrir því að svo verði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn