fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fókus

Johnny Depp biðst afsökunar

Lét ósmekkleg ummæli falla um Bandaríkjaforseta

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 24. júní 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski stórleikarinn Johnny Depp hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Ummælin sem um ræðir lét Depp falla á Glastonbury-hátíðinni, en hann spurði hóp áhorfenda: „Hvenær gerðist það síðast að leikari drap Bandaríkjaforseta?“ Depp var staddur á hátíðinni þar sem mynd hans, The Libertine frá árinu 2004, var meðal annars sýnd.

Áhorfandi úr sal spurði hvort hann gæti ekki boðið Donald Trump á sýninguna en Depp svaraði um hæl og lét meðal annars þessi ummæli falla. Sagði hann að Trump þyrfti á hjálp að halda.

Leikarinn hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á ummælum sínum. Þau hafi verið ósmekkleg og um hafi verið að ræða illa ígrundaðan brandara. „Ég kom þessu ekki frá mér eins og ég ætlaði og ætlaði ekki að móðga neinn. Ég var bara að reyna að vera fyndinn.“

Forsvarsmenn innan Hvíta hússins voru fljótir að gagnrýna ummæli Depps og bentu á að Trump hefði ítrekað fordæmt ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þetta situr ennþá í mér í dag“

„Þetta situr ennþá í mér í dag“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 3 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara