fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 10. október 2019 14:21

Magnaður árangur Katrínar Lindar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Konan á fyrri myndinni var náttúrulega bara buguð á líkama og sál, 140 kíló,“ segir Katrín Lind Guðmundsdóttir um myndina sem má sjá hér að ofan.

Katrín náði nýverið langþráðu markmiði. Hún hefur misst 70 kíló með því aðeins að breyta mataræði sínu. Hún lýsir sér sjálfri sem matarfíkli og þakkar ketó mataræðinu fyrir að hafa komið sér yfir 70 kílóa múrinn.

„Þetta er svart og hvítt. Maður öðlast nýtt líf, það er bara þannig. Þetta er erfiðara en allt sem erfitt er, því ég er algjör matarfíkill. Þannig þetta er búið að vera þrautarganga, og búið að vera upp og niður. En þetta tókst,“ segir hún við DV.

Katrín Lind segir að hún hafi verið svokallað „jójó“ í gegnum árin, sveiflast upp og niður í þyngd. Árið 2012 byrjaði hún í átaki og léttist eitthvað, hætti svo í átakinu, byrjaði í öðru átaki árið 2014 og léttist þá um 10-15 kíló. Það var ekki fyrr en hún byrjaði á ketó að hlutirnir fóru að gerast fyrir alvöru. Kílóin fuku og komu ekki aftur.

„Ég fann að ketó hentaði mér, sá lífsstíll. Ég var búin að ná að létta mig áður en ég byrjaði á ketó en hafði staðnað í þyngd,“ segir hún.

Katrín Lind segir þetta sé allt þökk sér breyttu mataræði og viðurkennir að hún hafi lítið hreyft sig.

„Ég er eins og löt skjaldbaka, í alvöru,“ segir hún og hlær. „Þetta er eingöngu mataræðið. Ég er öll af vilja gerð, búin að kaupa mér kort í ræktina og allt. En ég er bara löt, það er bara þannig. Ég get engu logið um að ég sé hörkudugleg í ræktinni. Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið,“ segir hún og skellir upp úr.

„Ég fer alveg út að ganga og svona, en ég er ekki þessi ræktarkona. Ég hef það bara ekki í mér og er hætt að reyna að eltast við það.“

Katrín Lind segist þó ekki vera alveg 100 prósent ketó, heldur frekar svona 90 prósent. Hún leyfir sér einn nammidag í viku, en þannig nær hún að hafa stjórn á matarfíkn sinni.

„Ég leyfi mér nammidag einu sinni í viku og fer á nammibarinn og fæ mér það sem mig langaði í alla vikuna. Ég er matarfíkill og get stjórnað fíkninni minni þannig, vitandi að ég fæ þetta á laugardagskvöldið.“

Magnaður árangur Katrínar Lindar.

Aðspurð hvort hún sé með eitthvað lykilráð fyrir lesendur segir Katrín Lind:

„Haltu áfram þó þú dettir af brautinni og byrjar aftur í sukkinu. Haltu áfram. Þú getur átt erfiðar stundir og tímabil, en haltu áfram. Hafðu trú á þér,“ segir hún.

„Og taktu bara einn dag í einu, eina máltíð í einu. Það virkaði á mig þegar ég var að byrja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Messi sagður vera á förum

Messi sagður vera á förum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.