fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Eftir sautján ár í fangelsi gerðist svolítið óvenjulegt

Tvífari Richard Jones var kynntur til sögunnar

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 12. júní 2017 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjulegt atvik varð til þess að Bandaríkjamaðurinn Richard Jones getur nú um frjálst höfuð strokið eftir að hafa setið á bak við lás og slá undanfarin sautján ár.

Jones þessi var sakfelldur og dæmdur í tæplega tuttugu ára fangelsi fyrir vopnað rán sem framið var í Kansas árið 1999. Jones neitaði ávallt sök í málinu; engin sönnunargögn á vettvangi tengdu hann við glæpinn og þá báru fjölmargir úr fjölskyldu Jones, þar á meðal kærasta hans, vitni um það að hann hefði verið annars staðar á þeim tíma sem ránið var framið.

Það sem varð Jones að falli á sínum tíma var framburður vitnis sem sagðist hafa séð hann – og engan nema hann – fremja umrætt rán.

Það var svo fyrir skemmstu að hjólin í þessu óvenjulega máli fóru að snúast. Í sama fangelsi og Jones afplánaði í var annar fangi sem einnig hét Richard. Það sem meira er þykja hann og Richard sláandi líkir eins og myndin hér að ofan ber með sér.

Til að gera langa sögu stutta ákvað dómari í Kansas að sleppa Richard Jones úr haldi, en það gerðist eftir að umrætt vitni, sem varð til þess að Jones var sakfelldur á sínum tíma, steig fram og sagðist ekki geta sagt með fullri vissu að hann hefði framið ránið. Það gerðist eftir að vitnið sá einnig mynd af hinum manninum. „Við eigum okkur öll tvífara og sem betur fer fundum við hans,“ segir verjandi Richards Jones.

Vitnið benti á Richard Jones á sínum tíma, nokkrum mánuðum eftir ránið, eftir að hafa skoðað myndir af 200 einstaklingum sem allir hétu Richard í gagnasafni lögreglu. Það er því líklega óhætt að fullyrða að dómurinn hafi verið byggður á vafasömum forsendum.

Þess er getið í frétt Kansas City Star að hinn maðurinn, sem þykir svo líkur okkar manni, hefur ekki enn verið ákærður um ránið á sínum tíma en málið sé þó í skoðun. Það voru samtök sem kalla sig Midwest Innocence Project sem höfðu veg og vanda að því að Richard Jones var sleppt úr haldi, en samtökin berjast fyrir réttindum fanga sem dæmdir hafa verið ranglega í fangelsi.

Ekki eru nein lög í Kansas sem heimila ranglega dæmdum föngum að sækja um bætur. Þess vegna hefur verið komið á fót söfnun fyrir Richard Jones til að hjálpa honum að fóta sig í samfélaginu á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn