fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Gerði gekk illa í skóla: „Ég gerði ósjálfrátt ráð fyrir því að það myndi aldrei verða neitt úr mér“ – Á tvö fyrirtæki í dag

Fókus
Fimmtudaginn 10. október 2019 10:30

Gerður Huld / Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Gerður Arinbjarnardóttir, eða Gerður í Blush eins og hún er betur þekkt, opnar sig í einlægri færslu á Instagram.

Gerður nýtur mikillar velgengni í viðskiptaheiminum. Hún er eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush.is og er með tólf manns í vinnu. Hún og kærasti hennar, Jakob Fannar, opnuðu á dögunum fyrirtækið Plattinn.is sem er vettvangur fyrir fólk til að kaupa eða selja þjónustu.

En Gerður hefur ekki alltaf trúað því að hún gæti náð svona langt.

„Þegar ég var yngri trúði ég því að framtíð mín yrði mótuð eftir því hvernig ég stæði mig í skóla. Eftir að ég útskrifaðist úr 10. bekk í grunnskóla með 5 í öllum samræmduprófum, gerði ég ósjálfrátt ráð fyrir því að það myndi aldrei verða neitt úr mér. Að draumar mínir um að verða fyrirtækjaeigandi eða eitthvað sem krefðist yfirhöfuð háskólagráðu væru allir,“

skrifar Gerður á Instagram.

„Ég er lesblind. Hef alltaf átt mjög erfitt með að lesa og stafsetning er eitthvað sem liggur ekki vel fyrir mér. Í grunnskóla var alltaf kvartað yfir því hvað ég talaði mikið og hvað ég væri hávær og ákveðin, svo það voru eiginleikar sem voru ekki vinsælir.

Í dag vinn ég við það að tala! Vinnan mín snýst um að vera opin og hávær, og ég er ekkert minni manneskja þó ég sé ekki með háskóla gráðu.

Ég stofnaði fyrirtæki án þess að hafa menntað mig, og ég sé ekki eftir því að hafa slegið til og prófað þrátt fyrir að háar raddir bæði í fjölskyldunni minni og annarsstaðar hefðu sagt mér að fara í skóla.

Ég er alls ekki að segja að nám sé ekki til góðs. En fyrir einstaklinga sem glíma við námsörðuleika eins og mig þá eru oft aðrar leiðir sem hægt að er fara án þess að þurfa að upplifa niðurlæginguna að falla ítrekað í fögum og líða eins og maður sé heimskur þó maður viti vel að maður búi yfir öðrum hæfileikum en leitast er eftir í hefðbundnu skólakerfi.

Trúðu á sjálfan þig!

Fögnum fjölbreytileikanum og hættum að reyna að láta alla passa í sama mótið.

Það er ekki bara ein leið til að lifa lífinu.“

Færsla Gerðar hefur slegið í gegn og hafa yfir 1700 manns líkað við hana þegar greinin er skrifuð.

https://www.instagram.com/p/B3Z21ilAFig/

Gerður er með tólf manns í vinnu hjá Blush og sagðist hún vera þakklát fyrir hvert þeirra í nýlegri færslu á Instagram.

„Hjá Blush starfa 12 stórkostlegir starfsmenn sem gera Blush að fyrirtækinu sem það er. Allir þjóna mikilvægum parti í rekstrinum. Ég gæti þetta aldrei ein, og myndi ALDREI vilja gera þetta ein. Ég er svo þakklát fyrir allt fólkið sem kemur að Blush, hvort sem það er starfsfólkið, vinir eða fjölskyldan mín. Listin að skapa velgengni er að hafa rétta fólkið með sér,“ skrifaði Gerður.

https://www.instagram.com/p/B3FKQERgYrp/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt