fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Íslensk fyrirtæki búa sig undir glundroða í Bretlandi vegna Brexit

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. október 2019 07:55

Áhrifa Brexit mun gæta hér á landi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk fyrirtæki búa sig nú undir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í lok mánaðarins án samning. Ef samningar nást ekki áður verður um svokallað hart Brexit að ræða. Ekki er að sjá að samningur sé í augsýn á milli ESB og Breta.

Fréttablaðið fjallar um málið í dag og hefur eftir Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, að félagsmenn hafi fengið þau skilaboð frá breskum birgjum að ráðlegt sé að birgja sig eins mikið upp af vörum og þeir geta því algjör glundroði muni ríkja í Bretlandi eftir Brexit.

Gengið hefur verið frá þríhliða samningi á milli Íslands, Noregs og Bretlands og verða engar breytingar á tollfrelsi við innflutning á vörum á milli ríkjanna. Þetta á við um allt sem flokkast sem hefðbundnar iðnaðarvörur. Einhverjar breytingar verða á málum tengdum landbúnaðarafurðum.

Fulltrúar atvinnulífsins funduðu með stjórnvöldum í utanríkisráðuneytinu í gær vegna málsins. Fram kom að Brexit getur haft áhrif á CE-merkingar en þær eru skilyrði fyrir að selja megi ákveðnar vörur á Evrópska efnahagssvæðinu. Breskar CE-merkingar gætu orðið gildislausar eftir Brexit.

Fréttablaðið hefur eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að einn stærsti óvissuþátturinn sé mögulegar tafir á tollafgreiðslu á ferskvörum.

„Talsvert stór hluti af ferskfiskútflutningi til Evrópusambandslanda fer í gegnum Bretland og menn vita ekki hvað gerist við Ermarsundsgöngin. Hvort það verða teknar upp heilbrigðisskoðanir og tollafgreiðsla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?