fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Fuglar geta borið kennsl á vont fólk

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. október 2019 15:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef dvergkrákur hafa komist að því að þú sért hættuleg(ur) þá breiðist fréttin um það út til annarra kráka. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við University of Exeter á Englandi. Fram kemur að dvergkrákurnar séu með ákveðið kall sem þær nota til að aðvara aðrar krákur þegar þær bera kennsl á manneskju sem hefur áður ógnað þeim.

The Independent skýrir frá þessu. Vísindamenn segja þetta sönnun þess að fuglarnir geti lært af hver öðrum. Þeir rannsökuðu 34 hreiður dvergkráka. Maður var látinn koma nærri þeim á meðan ýmis hljóð voru leikin. Hluti krákanna fékk að heyra viðvörunarkall á meðan maðurinn nálgaðist hreiður þeirra en hinn hlutinn heyrði hefbundið kvak dvergkráka.

Þegar dvergkrákurnar sáu manninn síðar flugu þeir allir beint í hreiður sín. En sá munur var á hópunum að þær krákur sem höfðu heyrt viðvörunarkallið þegar þær sáu manninn fyrst voru helmingi fljótari að koma sér í hreiðrið en þær sem ekki höfðu heyrt það.

Victoria Lee, doktorsnemi og aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að fuglar hafi oft gagn af fólki en að fólk geti líka ógnað þeim og því sé gott fyrir fuglana að geta hjálpast að við að greina hverjum er treystandi og hverjum ekki.

Í niðurstöðum sínum leggja vísindamennirnir áherslu á að þær séu sönnun þess að dýr noti félagslega reynslu til að meta hvort þeim stafi ógn af fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri