fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Fundu nýja krókódílategund á Kyrrahafseyju

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. október 2019 21:00

Þessi er í stærri kantinum. Mynd:American Society of Ichthyologists and Herpetologists

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverju ári finna vísindamenn nýjar tegundir dýra eða planta. Hvað varðar dýrin er oftast um skordýrategundir að ræða en það gerist einnig öðru hvoru að stærri dýr uppgötvast. Það gerðist einmitt nýlega þegar bandarískir vísindamenn fundu nýja krókódílategund í Nýju-Gíneu.

Þar hefur krókódílategundin Crocodylus novaeguineae (Nýju-Gíneu krókódíll) lengi verið þekkt. Árum saman hafa vísindamenn þó talið að um tvær tegundir væri að ræða og nú hafa þeir fengið það staðfest.

Um tvær tegundir er að ræða, önnur býr í norðri og hin í suðri. Það er tegundin í suðri sem telst vera ný tegund og hefur hún fengið nafnið Crocodylus halli.

Tilvist tegundarinnar var staðfest með umfangsmiklum DNA-rannsóknum og rannsóknum á höfuðkúpum en smá munur er á byggingu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá