fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Bresku X-Files skjölin: Var þetta fljúgandi furðuhlutur sem sást yfir Skegness?

Dularfullur hlutur sást á ratsjám – Íbúar sögðust líka hafa séð eitthvað skrýtið

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 26. júní 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konunglegi breski flugherinn fékk þau skilaboð frá hátt settum aðilum að bregðast ekki sérstaklega við þegar fjöldi tilkynninga barst um fljúgandi furðuhlut yfir bænum Skegness á austurströnd Englands árið 1996.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í X-Files-skjölunum svokölluðu frá breska varnarmálaráðuneytinu. Um er að ræða ógrynni af upplýsingum sem geyma ýmislegt sem tengist óútskýrðum fyrirbærum á himni, allt frá fljúgandi furðuhlutum til frásagna einstaklinga sem segjast hafa verið numdir á brott af geimverum.

Dularfullt atvik í október

Skjölin byrjuðu fyrst að koma fyrir almenningssjónir árið 2008 en beðið var með að birta átján þeirra af ókunnum ástæðum. Búið er að birta fimmtán þeirra og bíða því enn þrjú eftir því að koma fyrir almenningssjónir. Í einu þessara fimmtán skjala er að finna frásagnir íbúa í Skegness og þá staðreynd að óútskýrður hlutur sást á ratsjám í nokkra klukkutíma þennan dag, þann 5. október, árið 1996.

Varnarmálaráðherrann brást ekki við

Í umræddu skjali kemur fram að Konunglegi breski flugherinn hafi fengið þau skilaboð að láta það vera að fara á svæðið eða að rannsaka nánar hvað þarna átti sér stað. Það var að morgni 5. október sem íbúar urðu varir við að eitthvað óvenjulegt væri á sveimi yfir bænum. Þetta varð að fréttaefni um allt Bretland og sögðust margir hafa séð eitthvað sem þarfnaðist útskýringa, lögregluþjónar sem voru á vakt meðal annars. Í skjalinu kemur fram að þáverandi varnarmálaráðherra, Michael Portillo, hafi ekki brugðist við.

„Ég man vel eftir þessu máli. Þetta var furðulegt.“

Undraðist viðbragðsleysið

Í skjalinu kemur fram að ónafngreindur embættismaður hafi lýst yfir áhyggjum sínum af viðbrögðum breskra yfirvalda. Þó ekkert óeðlilegt hafi verið á seyði yfir Skegness hafi viðbrögðin komið honum á óvart því enginn vilji virtist vera innan bresku stjórnsýslunnar til að skoða eða rannsaka málið. Breytir þá engu hvort um fljúgandi furðuhlut eða eitthvað allt annað hafi verið um að ræða.

Eftir standa frásagnir íbúa

Umræddur hlutur sást á ratsjám í allt að sjö klukkustundir, en á sínum tíma var látið að því liggja að óvenjulegar veðuraðstæður hefðu ruglað menn í ríminu. Nick Pope, sem fór fyrir verkefni innan breska varnarmálaráðuneytisins sem miðaði meðal annars að því að skrásetja tilkynningar um fljúgandi furðuhluti, rifjar málið upp í samtali við breska blaðið Daily Mail. Hann segir:

„Ég man vel eftir þessu máli. Þetta var furðulegt. Opinbera skýringin var sú að fyrirbrigðið hefði komið fyrir á ratsjám vegna kirkjuspíru í nágrenninu,“ segir hann og bætir við að það sé þekkt að slíkt geti gerst við ákveðnar aðstæður. Kirkjuspíran hefði í raun verið hinn eiginlegi furðuhlutur. Eftir stendur þó sú staðreynd að fjölmargir íbúar tilkynntu um einkennilegan hlut á himninum um sama leyti.

Margt athyglisvert

Tekið skal fram að þó að þúsundir skjala hafi nú litið dagsins ljós hafa þau ekki staðfest eitt eða neitt um tilvist vitsmunavera utan Jarðarinnar. Í skjölunum er þó að finna margar athyglisverðar frásagnir og er einna þekktust lýsingin á atviki sem átti sér stað yfir stutt tímabil í kringum jólin 1980 í Rendlesham-skógi í Suffolk á Englandi.

Dagana 26. til 28. desember það ár barst fjöldi tilkynninga um fljúgandi furðuhluti sem áttu að hafa sést á sveimi yfir skóginum. Þetta var á þeim tíma þegar kalda stríðið stóð sem hæst og því voru yfirvöld margra ríkja á varðbergi gagnvart hugsanlegum óvinaherjum. Í desember 2016 steig Steve Longero, fyrrverandi liðsforingi í bandaríska flughernum fram og rauf 36 ára þögn, þegar hann sagðist hafa séð fljúgandi furðuhlut í skóginum á umræddu tímabili. Sagði hann að hið óútskýrða fyrirbæri hafi gefið frá sér rauð og græn flúrljós. Steve var langt því frá sá eini sem sagðist hafa séð eitthvað óvenjulegt á seyði í skóginum þessa daga og virtust margir sannfærðir um að þar hefði komið fram staðfesting á því að fljúgandi furðuhlutir væru til.

Áhugasamir geta kynnt sér skjölin, sem oft eru kölluð X-Files-skjölin eftir sjónvarpsþáttunum vinsælu, á bókasafni Konunglega grasagarðsins í Kew í London.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Rashford skorar utan vallar – Ný kærasta hans er fyrirsæta frá Kólumbíu

Rashford skorar utan vallar – Ný kærasta hans er fyrirsæta frá Kólumbíu
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld