fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025

Svarar nettröllum fullum hálsi – „Oj, fitubolla – farðu í föt“: „Ég er með geðhvarfasýki, ég hef gert mistök“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 14. september 2019 19:40

Kerry Katona lætur ekki vaða yfir sig. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og raunveruleikastjarnan Kerry Katona hefur verið mikið á milli tannanna á fólki síðustu tvo áratugi, eða allt síðan hún gekk til liðs við stúlknasveitina Atomica Kitten árið 1998. Hún yfirgaf sveitina árið 2001, gekk til liðs við hana aftur árið 2012 en sagði endanlegt bless árið 2017. Auk þess hefur hún verið dugleg að taka þátt í alls kyns raunveruleikaþáttum.

Kerry hefur oft fengið að heyra gagnrýni á útlit sitt, bæði frá aðdáendum og ensku slúðurpressunni. Hún virðist hins vegar hafa fengið nóg eftir að nettröll hökkuðu hana í sig eftir að myndir náðust af henni á sundfötunum ásamt kærasta sínum Ryan Mahoney á Taílandi.

Hræðileg skilaboð

„Það er ekki stærðin sem er málið heldur er það andlitið og allar lýtaaðgerðirnar sem hún hefur farið í og því er líkaminn skringilega rifflaður. Þetta er það sem gerist þegar þú ert löt og svindlar,“ skrifar einn til Kerry, en hún birtir nokkrar af ógeðfelldustu orðsendingunum á Instagram-síðu sinni.

„Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Fyrst eru það gervilegu kviðvöðvarnir, síðan varirnar, hárið og listinn heldur áfram. Ég held að hún hafi verið að reyna vera stelpa að sýna sundföt – það misheppnaðist skelfilega,“ skrifar annað nettröll.

https://www.instagram.com/p/B2W6Pl0lXRQ/

„Sem betur fer er ég sterk“

Kerry birtir netnöfn tröllanna á Instagram og svarar rækilega fyrir mig.

„Mig langaði bara að deila hve hræðilega illkvittið fólk getur verið með orðin að vopni,“ skrifar Kerry og heldur áfram. „Ég er með geðhvarfasýki, ég hef gert mistök, ég er manneskja, ég er með tilfinningar, ég hef lent í ástarsorg, ég er móðir og ég er kona. Ég geri mitt besta.“

Hún segir að skemmtanabransinn taki vissulega sinn toll.

Kerry á sviði með Atomic Kitten árið 2013. Mynd: Getty Images

„Við verðum ekki ómennsk með að vera í sviðsljósinu og við höfum ekki ofurkrafta þar sem við getum hætt að taka hluti persónulega. Mig langar að þið vitið hve grimmur heimurinn er sem við lifum í. Sem betur fer er ég sterk manneskja. Ég hef verið í bransanum í tuttugu ár og hef lært að takast á við þetta,“ skrifar hún. „Það hefur tekið mig mjög langan tíma í að fatta að álit annarra á mér skilgreina mig ekki sem manneskju. Líkami minn segir sögu; sögu ástar, særinda, mistaka, barna. Ég er elska tígrarendurnar mínar (slit – innsk. blaðamanns) og síðan veltir fólk því fyrir sér af hveru við leggjumst undir hnífinn!!!!“

https://www.instagram.com/p/B2XRNNbFRzJ/

Kerry veltir einnig fyrir sér hvort fólk myndi þora að segja allt þetta við hana úti á götu.

„Ef þér líkar ekki eitthvað sem þú sérð, af hverju hundsarðu það ekki í staðinn fyrir að spúa út nafnlausu hatri um fólk sem þú þekkir ekki?! Orðin geta verið kröftugri fyrir fólk með geðsjúkdóma en líkamlegt ofbeldi.“

Síðustu vikur hafa verið erfiðar hjá Kerry þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar, George Kay, lést í síðasta mánuði vegna ofneyslu.

Kerry og George Kay á góðri stundu. Mynd: Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.