fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Skjóta sparnaðarauglýsingar Landsbankans yfir markið? – Segist vera námsmaður með litlar tekjur en skartar 4 milljóna króna úri

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 08:00

Pétur Kiernan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsbankinn ýtti nýlega úr vör auglýsingaherferð sem snýst um sparnað ungs fólks og ber hún yfirskriftina „Ungt fólk og peningar“. Herferðin er unnin í samstarfi við Útvarp 101. Áhrifavaldurinn Pétur Kiernan er andlit herferðarinnar. Um nokkra þætti eða innslög er að ræða þar sem meðal annars er rætt við ungt fólk um þær fórnir sem það þarf að færa til að það geti lagt fyrir mánaðarlega en flesta dreymir um að eignast íbúð.  En það vekur athygli að Pétur, sem kynnir sig til leiks á heimasíðu bankans með þeim orðum að hann sé 22 ára námsmaður  með takmarkaðar tekjur, skartar 4 milljóna króna úri í innslögunum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Þar segir að Pétur segi meðal annars eftirfarandi þegar hann kynnir sig til leiks:

„Landsbankinn bað mig að kynna mér hvernig ungt fólk hugsar um peninga og sparnað. Ég er sjálfur 22 ára námsmaður og eins og flestir sem eru enn í skóla eða nýbyrjaðir að vinna þá hef ég takmarkaðar tekjur. Mig langar að spara en mér finnst ekki mjög spennandi að fylla út excel-skjöl með kalda núðlusúpu í fanginu. Ég vil líka geta lifað lífinu.“

Þykja þessi orð hans ansi athyglisverði í ljósi þess að hann er með Audemars Piguet úr í fyrsta myndbandinu en slíkt úr kostar um og yfir fjórar milljónir króna. Fréttablaðið segir að úr af þessari tegund séu talin mun betri en Rolex-úr og séu Rolex-úr fyrir fjöldann en Audemars Piguet fyrir þá útvöldu.

Audemars Piguet úr. Mynd:Wikimedia Commons

Pétur vildi ekki staðfesta hvort úrið sé ekta eður ei þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Segir blaðið að þegar Instagram-síða hans sé skoðuð, en rúmlega 8.000 manns fylgja henni, þá sjáist að hann leggi mikið upp úr dýrri merkjavöru og klæðist til dæmis fatnaði frá Louis Vuittona, Dior og Burberry.

Óskað var eftir viðbrögðum Landsbankans við hvort Pétur væri sannfærandi sem andlit herferðarinnar í ljósi lífsstíls hans og hvort lýsing hans á sjálfum sér, sem er birt á heimasíðu bankans, sé ekki blekking í markaðslegum tilgangi.

Í svari upplýsingafulltrúa Landsbankans kemur fram að auglýsingastofa bankans hafi gert innslögin og hafi Pétur verið ráðinn sem spyrill og hafi sparnaðarráðin í herferðinni komið frá viðmælendum Péturs og sé megináhersla lögð á það sem kemur frá viðmælendunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum