fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Áslaug Arna er nýr dómsmálaráðherra

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 5. september 2019 17:35

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir..

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sem verður dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti þingflokki Sjálfstæðisflokksins rétt í þessu. RÚV greindi frá þessu.

Áslaug er fædd í Reykjavík 30. nóvember 1990. Hún útskrifaðist með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands árið 2010. Hún er með BA-próf í lögfræði frá HÍ en hún útskrifaðist þaðan árið 2015. Auk þess er hún með MA-próf í lögfræði frá HÍ en hún fékk það árið 2017.

Áslaug hefur starfað við ýmislegt síðustu árin. Hún var starfsmaður jafningjafræðslu Hins hússins árið 2010, blaðamaður á Morgunblaðinu 2011–2013, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi 2014–2015, varaformaður Æskulýðsráðs 2014–2016 auk þess sem hún var laganemi á lögmannsstofunni Juris 2016.

Áslaug hefur verið í stjórn SUS, Sambands ungra Sjálfstæðismanna, frá árinu 2011. Hún var formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, 2011–2013, funda- og menningarmálastjóri Orators, félags laganema við HÍ, 2015–2016. Áslaug hefur verið ritari Sjálfstæðisflokksins síðan 2015.

Áslaug hefur verið alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2016 fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Hún hefur setið í fjölda nefnda og má þar nefna allsherjar- og menntamálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki