fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Kynning

„Plastið brotnar niður í náttúrunni á 30 dögum“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 24. janúar 2020 12:00

PLA smoothieglös.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RMK Heildverslun er framsækið umbúðafyrirtæki sem býður upp á gott úrval af umhverfisvænum umbúðalausnum fyrir hvers konar matvælaiðnað. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegri aukningu á að fyrirtæki leggi aukna áherslu á að bjóða upp á umhverfisvænni umbúðir. Að sjálfsögðu tökum við þessari þróun fagnandi og leggjum ríka áherslu á að bjóða upp á eins umhverfisvænar umbúðir og hægt er fyrir hvern viðskiptavin.

Okkar helstu umhverfisvænu valkostir eru ýmiss konar umbúðir úr pappa og pappír, bambus og tréhnífapör, PLA vörur og svo vörur úr bambus/sykurreyr púlpi,“ segir Vignir Jóhannesson, framkvæmdastjóri RMK.

PLA „plast“ sem brotnar niður á 30 dögum

En hvað er PLA? „PLA hefur oft verið nefnt „jurta plast“, en þrátt fyrir plastlíkindin er hér þó ekki um eiginlegt plast að ræða. Í stuttu máli er PLA unnið úr náttúrulegum jurtaefnum svo sem maíssterkju eða sykurreyr. Vörur úr PLA eru 100% niðurbrjótanlegar og henta í moltugerð. PLA vörur flokkast með lífrænum úrgangi eða almennu sorpi en fara ekki í plasttunnuna. Í náttúrunni brotna þær niður og jarðgerast en það er mismunandi hvað það tekur langan tíma. Við fullkomnustu aðstæður brotnar PLA niður á 30–40 dögum.

PLA salatskál.

Við bjóðum uppá PLA „boozt“ glös, drykkjarmál, salatbox, rör, hnífapör og margt fleira. Það nýjasta hjá okkur eru kaffimál úr pappa sem eru með PLA-húðun innan í í stað plasthúðunar. Það er líka gaman að segja frá því að í lok október munum við eingöngu vera með PLA húðuðu kaffimálin á lager hjá okkur og að sjálfsögðu PLA lok líka.

Það eru til umhverfisvænir möguleikar fyrir flestar plastvörur, en ekki allar,“ segir Vignir. Plastið getur verið gott að því leyti að það þolir hita/kulda betur og getur lengt endingartíma matar. „Það er oft talað um að það sé umhverfisvænna að pakka mat vel svo að hann endist, frekar en að hann skemmist og fari beint í ruslið. Það er alltaf eitthvað nýtt að koma á markaðinn og er ég viss um að eftir nokkur ár verði búið að leysa allt plast af hólmi.“

PLA húðaður kaffibolli.

RMK er duglegt að fylgjast með nýjungum í umbúðageiranum og er sífellt að bæta við úrvalið til þess að koma æ betur til móts við viðskiptavini sína. Nýjar vörutegundir bætast við í hverri einustu viku og eru helstu nýjungar hjá RMK meðal annars frábærir veislubakkar.

Nánari upplýsingar má nálgast á rmk.is

Vefpóstur: info@rmk.is

Sími: 554-2888

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7