fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Eyjan

Eyþór: „Við vinnum áfram að því að tillagan verði að veruleika þó að borgarstjóri reyni að tefja málið “

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. september 2019 09:12

Eyþór Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tillögu Sjálfstæðisflokksins um að undirbúa útboð vegna ljósastýringar og snjallvæðingar í umferðarstýringu á höfuðborgarsvæðinu var vísað frá á fundi borgarstjórnar í gær, að tillögu borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar.

Eyþór Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir þetta undarleg vinnubrögð hjá meirihlutanum:

 „Það lýsir litlu hugrekki að vísa þessari mikilvægu tillögu frá. Betra hefði verið að borgarfulltrúar hefði fengið að kjósa um hana. Snjallvæðing umferðarinnar er eitt af helstu framfaraskrefum sem unnt er að taka í samgöngumálum í Reykjavík. Skref sem allar sambærilegar borgir í Evrópu hafa þegar tekið. Við vinnum áfram að því að tillagan verði að veruleika þó að borgarstjóri reyni að tefja málið, enda löngu kominn tími á að koma á nútímalegri ljósastýringu í borginni líkt og gert er í öðrum Evrópulöndum.“

40 klukkutímar per íbúa

Samtök iðnaðarins gerðu greiningu  á þeim aðgerðunum sem settar voru fram í tillögu Sjálfstæðisflokksins þar sem m.a. er  horft til niðurstaðna nýlegs umferðarlíkans VSÓ fyrir höfuðborgarsvæðið og umferðarmælinga Vegagerðarinnar. Í greiningunni kemur fram að tæplega níu milljónum klukkustunda verði sóað í umferðartafir innan höfuðborgarinnar á árinu 2019, sem samsvarar fjörutíu klukkustundum á hvern íbúa í höfuðborginni.

„Fyrir stjórn Reykjavíkurborgar liggur tillaga um að borgarstjórn feli umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa útboð vegna ljósastýringar og snjallvæðingar í umferðarstýringu. Áætlaður stofnkostnaður er um 1,5 ma.kr. en ávinningur áætlaður 15% tímasparnaður fyrir einkabíla, 50% minni biðtími ökutækja í biðröðum og 20% meira flæði almenningssamgangna,“

segir í úttekt Samtaka iðnaðarins.

Þá segir enn fremur í úttektinni að arðsemi ljósastýringa gæti verið töluverð „en það er mat Samtaka iðnaðarins að 15% minnkun í umferðartöfum í höfuðborginni með ljósastýringu muni skila um 80 milljörðum í ábata fyrir fyrirtæki og heimili á líftíma fjárfestingarinnar. Eru þar ótaldir aðrir ábataþættir á við minni loftmengun og sparnað í öðrum aksturskostnaði.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Zoom drap Sókrates

Nína Richter skrifar: Þegar Zoom drap Sókrates
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu