fbpx
Föstudagur 12.september 2025
FókusKynning

Væri ekki geggjað að kynnast leyndardómum háloftanna í sumar?

Kynning

Flugbúðir Keilis fyrir ungt fólk með brennandi áhuga á flugi

Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 19. maí 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, býður upp á vægast sagt spennandi námskeið í sumar fyrir unglinga. „Flugbúðirnar okkar hafa verið mjög eftirsóttar í gegnum árin. Um er að ræða spennandi námskeið fyrir fólk á aldrinum 13 ára og upp úr, sem hafa óslökkvandi áhuga á flugi og öllu sem því tengist. Námskeiðið hentar sérstaklega þeim sem hyggja á flugnám í framtíðinni og er virkilega góður grunnur fyrir það,“ segir Sigrún Svafa, verkefnastjóri Flugbúða Keilis. Allir leiðbeinendur námskeiðsins eru kennarar og flugmenn við Flugakademíu Keilis.

Innvígsla í flugheiminn

Flugbúðir Keilis eru einstakt tækifæri fyrir ungt fólk til að læra allt sem tengist flugi og flugvélum. Fróðir gestafyrirlesarar og reynsluboltar úr flugtengdum fögum mæta á svæðið og ausa úr þekkingarbrunni sínum. Til að mynda mætir flugmaður sem segir frá daglegu lífi sínu í millilandaflugi. Að auki er farið í ýmis mál tengd flugi svo sem flugvirkjun og flugumferðarstjórn. Þá fá þátttakendur að sjá kennsluflugvélar Keilis og kynna sér verklegu aðstöðuna í flugnáminu.

Nemendur námskeiðsins fá einnig að vita ýmislegt um hvernig flugvélar eru uppbyggðar og hvernig þær fljúga. Einnig er farið í veðurfræði og læra nemendur þá um áhrif veðurs á flug og ótal margt fleira. Síðast en ekki síst verður farið í stórskemmtilegar vettvangsferðir á hverjum degi, þar sem nemendur fá að upplifa fjölmargt sem hinn óbreytti flugfarþegi fær aldrei að upplifa. Þá fá allir þátttakendur persónulega kynningu á Redbird þjálfunarflughermi Flugakademíu Keilis.

Gífurlega góð viðbrögð

„Nemendur okkar hafa verið mjög ánægðir með námskeiðið og lýsti einn námskeiðinu svo: „Eitt orð: fluggeggjun“, sem er líklega réttnefni,“ segir Sigrún.
Námskeiðið er ætlað fólki 13 ára og eldri og stendur yfir í þrjá daga frá þriðjudeginum 13. júní til fimmtudagsins 15. júní, frá klukkan 09.00–15.00. Innifalið er hádegismatur, námsgögn, vettvangsferðir og kynning á þjálfunarflughermi Flugakademíu Keilis.

Keilir er staðsettur að Grænásbraut 910, 235 Reykjanesbæ.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Svafa Ólafsdóttir á netfanginu viskubrunnur@keilir.net og í síma: 578-4091.
Frekari upplýsingar um Flugbúðirnar má nálgast á vefsíðu Keilis, keilir.net, en þar má einnig lesa umsagnir nemenda um námskeiðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri