fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Hildur Eir segir frá hindrunum sem nýi seðlabankastjórinn hefur yfirstigið

Fókus
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 13:30

Hildur Eir Bolladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, hefur vakið athygli fyrir hnyttni og hreinskilni, hvort sem er í daglega lífinu, á samfélagsmiðlum eða í predikunarstólnum.

Hún tjáir sig um nýja seðlabankastjórann, Ásgeir Jónsson, á Facebook. Ásgeir er fyrrverandi mágur Hildar og hefur hún þekkt hann síðan hún var fermd.

„Það eru kannski ekki allir jafn opnir niður í rass eins og ég og skrifa heila bók um eigin kvíða og þráhyggju og svo framvegis, en flest okkar mæta þó allskonar hindrunum í lífinu, ekki síður þeir sem ná langt og verða til dæmis seðlabankastjórar Íslands,“ skrifar Hildur Eir.

„Þegar ég kynntist honum fyrst glímdi hann við gríðarlega mikið stam, svo slæmt, að stundum sat hann hreinlega fastur í miðju orði og þurfti að þagna og bíða af sér brimskaflinn uns næsta orð lét á sér bæra. Oft fann maður hvað þetta var honum sárt því ekki vantaði að honum lægi mikið á hjarta, hvort sem það nú tengdist hagfræði, sagnfræði eða bókmenntum. Þegar ég var unglingur tókumst við Ásgeir oft á um allskonar hluti enda áhöld um hvort okkar væri þrjóskara.

Þegar Ásgeir var við sitt doktorsnám og hann og systir mín þá búsett í USA sótti hann sér aðstoð til að vinna með sinn talgalla og náði undraverðum árangri og satt best að segja ber ég ekki minni virðingu fyrir því en doktorsprófinu hans sem hann þó lauk með miklum ágætum. Og það verð ég að segja að í dag þegar ég hlustaði á hann í fjölmiðlum og hann sagðist ætla að gera embættið gagnsærra með því að vera í meiri tengslum við fjölmiðla þá hugsaði ég með mér: „Andskotinn Ásgeir þú vannst þrjóskukeppnina, burstaðir hana raunar, auðvitað ætlarðu ekki að víkjast undan þessari áskorun með þitt stam.“ Respect gamli. Ásgeir Jónsson“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu