fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
FókusKynning

Meba fagnar 70 ára afmæli

Kynning

Megináhersla á góða þjónustu og gæði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. maí 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Afi minn stofnaði fyrirtækið þann 7. júlí árið 1947, var fyrstu tvö árin til húsa að Barónsstíg en fluttist síðan niður á Laugaveg og var þar þar á tveimur stöðum fram til ársins 1985. Foreldrar mínir, Björn Árni Ágústsson og Þuríður Magnúsdóttir, voru þá komin inn í reksturinn en þau keyptu sig inn í reksturinn árið 1977. Árið 1985 voru komin drög að Kringlunni sem var síðan formlega opnuð tveimur árum síðar. Pabbi tók aldrei annað í mál en að flytja þangað og eftir nokkrar fortölur tókst honum að telja afa hughvarf. Pabbi vissi að þetta var framtíðin. Í millitíðinni var fyrirtækið staðsett á Langholtsvegi, 1985–1987.“

Þetta segir Unnur Eir Björnsdóttir hjá Meba sem í dag er með verslun í Kringlunni og Smáralind og státar af merkilegri 70 ára sögu. Fyrirtækið hét í upphafi Magnús E. Baldvinsson – Úr og skartgripir en við flutninginn í Kringluna var tekið upp nafnið Meba en það var sett saman úr nöfnum þáverandi aðaleigenda, afa og föður Unnar, þeirra Magnúsar Baldvinssonar og Björns Árna.

Unnur Eir að störfum
Unnur Eir að störfum

„Þeir töldu að nafnið þyrfti að vera stutt og laggott eftir að verslunin var komin inn í stóra verslunarmiðstöð,“ segir Unnur. Nafnið breyttist hins vegar í Meba/Rhodium allmörgum árum síðar, forsagan er þessi:

„Við opnuðum Rhodium 1998 þegar Borgarkringlan var að sameinast Kringlunni, en hún var ætluð meira fyrir yngra fólk. Á þeim árum héldum við að Kringlan og Borgarkringlan myndu skiptast hvor í sinn hlutann. Síðan rann þetta saman og því ákváðum við núna um áramótin að sameina verslanirnar þannig að núna erum við aftur komin í gamla góða Meba. Rhodium hefur sameinast okkur hérna niðri og verslunin í Smáralind heitir Meba.“
Afmælishátíð verður hins vegar haldin í júlí, í stofnmánuði fyrirtækisins.

Meba Kringlunni
Meba Kringlunni

Meba Smáralind
Meba Smáralind

Sömu áherslurnar í 70 ár

Meba hefur alltaf kappkostað að veita góða þjónustu og selja eingöngu gæðavörur. „Við erum með mikið úrval af úrum og skartgripum á breiðu verðbili. Okkar megináherslur eru góð þjónusta og gæðavörur og við kappkostum að viðhalda þeim. Þegar fólk verslar hér veit það að það er að kaupa hluti sem eru í ábyrgð og hafa til að bera gæði,“ segir Unnur. Á verkstæði okkar eru gullsmiðir, úrsmiðir og áletrunarþjónusta og reynum við að fullnægja óskum viðskiptavina okkar sem best við getum.

Meba er fyrirtækið sem hefur lifað af hinar ýmsu sveiflur í efnahagslífinu og miklar þjóðfélagsbreytingar í 70 ár. Sannkallað fjölskyldu- og ættarfyrirtæki – sem hefur aldrei skipt um kennitölu.

Fallegt úrval skartgripa, en hér má sjá hringa eftir Evu
Fallegt úrval skartgripa, en hér má sjá hringa eftir Evu

Til gamans er hér samantekt um staðsetningar fyrirtækisins í gegnum árin:
1947–1949 Barónsstígur
1949–1975 Laugavegur 12
1975–1985 Laugavegur 8
1985–1987 Langholtsvegur 111
1987 til dagsins í dag; Kringlan og 2001 til dagsins í dag einnig í Smáralind

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea