fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Nasistabíllinn seldist ekki

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 19. ágúst 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mistök urðu til þess að fágæt bifreið sem framleidd var árið 1939 seldist ekki á uppboði hjá RM Sotheby‘s á dögunum.

Bifreiðin sem um ræðir var hönnuð af Ferdinand Porsche árið 1939 að beiðni Adolfs Huehnlein, fulltrúa þýska Nasistaflokksins og leiðtoga bifreiðadeildar flokksins, NSKK. Það sama ár stóð til að halda kappakstur frá Berlín til Rómar til að fagna samvinnu Ítalíu og Þýskalands.

Ekkert varð þó af kappakstrinum þar sem síðari heimsstyrjöldin braust út um það leyti sem keppnin átti að byrja. Aðeins eitt eintak var framleitt af bílnum.

Sitt sýndist hverjum um uppboðið vegna sögu bílsins og þeirrar staðreyndar að hann var framleiddur fyrir nasista í Þýskalandi. Ástæða þess að ekki tókst að selja bílinn hefur þó ekkert með siðferði að gera heldur miklu frekar mistök sem Sotheby‘s gerði á sjálfu uppboðinu.

Í frétt Independent kemur fram að uppboðshaldarar hafi tilkynnt að hæsta boð stæði í 70 milljónum dala, þegar raunin var að hæsta boð stóð í 17 milljónum dala. Svo fór að fólk hætti við að bjóða í bílinn og þar sem bíllinn náði ekki lágmarksverði á uppboðinu seldist hann ekki.

Það var fleira en saga bílsins sem vakti spurningar hjá fólki. Þannig hefur verið fullyrt að bíllinn sé af tegundinni „Porsche“ en staðreyndin er sú að fyrsti bíllinn sem seldist undir merkjum Porsche var Porsche 356 sem kom á markað árið 1948.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu