fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Tímamótaáfangi í baráttunni við ebólu – Geta nú læknað sjúkdóminn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. ágúst 2019 19:30

Ebólu veira. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er lengur hægt að segja að hinn hræðilegi sjúkdómur ebóla sé ólæknandi segja vísindamenn. Þetta segja þeir í kjölfar tilrauna með fjögur lyf en tvö þeirra reyndust mjög áhrifarík gegn ebólu. Tilraununum var hrundið af stað á síðasta ári af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og bandarísku smitsjúkdómastofnuninni.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að rúmlega 90 prósent þeirra sem fengu lyfin hafi lifað þenna hræðilega sjúkdóm af. Tilraunum með lyfin hefur nú verið hætt og þau eru notuð af læknum sem annast ebólusmitað fólk.

„Framvegis getum við ekki sagt að ebóla sé ólæknanleg.“

Hefur The Guardian eftir Jean-Jacques Muyembe, hjá heilbrigðisyfirvöldum í Kongó. Hann sagði jafnframt að þessi árangur muni bjarga mörg þúsund mannslífum.

Vísindamenn segja að það muni aldrei takast að útrýma ebólu en nú hafi stórt skref verið stigið í baráttunni við hana og nú verði hægt að koma í veg fyrir stóra faraldra á afmörkuðum svæðum sem og á heimsvísu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu