fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Gríðarlegur vandi Argentínu – Gæti endað með þjóðargjaldþroti

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 06:00

Mauricio Macri, forseti Argentínu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlegur vandi steðjar nú að Argentínu. Svo stór að landið gæti hæglega orðið gjaldþrota. Vandræðin leystust úr læðingi á mánudaginn í kjölfar niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna í landinu. Hægrisinnaði forsetinn Mauricio Macri tapaði þá stórt fyrir vinstrimanninum Alberto Fernandez og Cristina Fernandez de Kirschner, fyrrum forseta. Í kjölfar nötruðu fjármálamarkaðir og á mánudaginn lækkaði hlutabréfaverð um 48 prósent en þetta er mesta lækkun þess síðan 1950. Gengi argentínska pesósins féll um 15 prósent gagnvart Bandaríkjadal og á þriðjudaginn um sex prósent til viðbótar.

Margir óttast að landið stefni í þjóðargjaldþrot. IHS Markit greiningarstofnunin segir að staðan sé svo alvarlega að 72 prósent líkur séu á þjóðargjaldþroti á næstu fimm árum.

Ástæðan fyrir skjálftanum á fjármálamörkuðum er að fjárfestar óttast að ef Fernandez og de Kirschner komast til valda muni þau slíta samkomulagi um greiðslu á gríðarlegum skuldum landsins. Á þessu ári á landið að greiða 15,9 milljarða dollara af skuldum í erlendum gjaldmiðlum. Núverandi forseti gerði samning við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um hjálparpakka upp á 56 milljarða dollara. Fjárfestar óttast að þessu samstarfi verið slitið og að allt fari til fjandans í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“